Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 19:14 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Arnar Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“ Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira