Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 19:13 Ásthildur Lóa og maður hennar eru greinilega tilbúin að segja skilið við húsið á Háhæð sem þau hafa búið í frá 2007. Lögheimili eignamiðlun/Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir. Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun
Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira