Kópavogur

Fréttamynd

„Ó­skiljan­legt að menn skuli leggjast svona lágt“

Ófögur sjón blasti við mönnum þegar þeir mættu til vinnu á vinnusvæði við línuveg, ekki langt frá Suðurlandsvegi nærri Bláfjallaafleggjara, í morgun þar sem sem búið var að vinna miklar skemmdir á bæði vinnuvél og vörubíl.

Innlent
Fréttamynd

Þjófnaðurinn á­fall fyrir reynslumikla öryggis­verði

Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band sýnir þjófana í Hamra­borg hafa lítið fyrir hlutunum

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band af þjófunum í Hamra­borg í fréttum Stöðvar 2

24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Sjá peningana úr Hamra­borg ekki í um­ferð

Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Þjófarnir leika lausum hala

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala.

Innlent
Fréttamynd

Bíll og bíl­skúr loguðu á sama tíma

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls annars vegar og bílskúrs hins vegar sem loguðu á sama tíma hvor í sínum hluta borgarinnar í kvöld. Engan sakaði á hvorugum staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Sást til ung­menna eftir há­væran hvell í Kópa­vogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. 

Innlent
Fréttamynd

Svipar til gamalla óupplýstra rána

Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að upp­lýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði

Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki.

Innlent
Fréttamynd

Hafi lík­lega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl

„Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan lýsir eftir þjófunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Fundu rangan bíl með rétt skráningar­númer

Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun.

Innlent