25 metrar í Fannborg Hákon Gunnarsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar