Samfylkingin

Fréttamynd

Samfylkingin í Reykjavík fordæmir árásirnar

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fordæmir þær árásir sem starfsstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi hafa orðið fyrir síðustu misserin sem og skotárás sem gerð var á einkabíl borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Albertína á von á sínu fyrsta barni og hættir á þingi

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ekki gefa kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún hyggst einbeita sér að nýju verkefni; fyrsta barni hennar og eiginmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Kristrún hættir hjá Kviku

Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka

Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús

Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi þekktra vill á fram­boðs­lista Sam­fylkingarinnar

Samfylkingin í Reykjavík sendi í dag frá sér lista af fólki sem býður sig fram til uppstillingar á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Listinn er ekki endanlegur framboðslisti heldur gafst flokksmönnum tækifæri til að stinga upp á fólki sem gæti prýtt framboðslista samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Formaður félags fanga ætlar á þing

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs fyrir Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík.

Innlent