Samfylkingin

Fréttamynd

Gleymd börn á gráu svæði

Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Þú þarft víst barna­bætur!

Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag.

Skoðun
Fréttamynd

Sáttmáli okkar við þjóðina

Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra eldri borgara skilar auðu!

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, fer nú mikinn og þykist loks ætla að gera eitthvað í málefnum eldri borgara. En þegar kosningastefna Framsóknarflokksins hans er skoðuð þá er þar nánast ekkert bitastætt að finna í málefnum eldra fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Ef nóg er til, hvers vegna svelta ör­yrkjar þá?

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­eigna­skattur er sið­laus og tvö­föld heimska!

Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna.

Skoðun
Fréttamynd

Áttu börn?

Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar?

Skoðun
Fréttamynd

Samfylkingin og ASÍ eiga samleið

Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til.

Skoðun
Fréttamynd

Er eldra fólk tíma­sprengja?

Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin.

Skoðun
Fréttamynd

Komdu út að hjóla...

Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórn hins lægsta pólitíska sam­nefnara?

Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn séu að reyna að forðast umræðu um skatta

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir sjálfstæðismenn vera að forðast efnislega umræðu um aukið framlag ríkasta fólksins til samfélagsins með málflutningi sínum um meint ólögmæti stóreignaskatts. Hún telur að legið hafi fyrir frá upphafi að áformin standist stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Stóreignaskattar og stjórnarskráin

Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár.

Skoðun
Fréttamynd

Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur

Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa.

Skoðun
Fréttamynd

Brauðgerðarkenningin

Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna.

Skoðun
Fréttamynd

Morgun­kaffi þing­fram­bjóðanda

Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggst leiða saman annars konar ríkisstjórn en nú situr

Meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í nýútkominni kosningastefnu sinni er hækkun barnabóta upp í 54 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalfjölskyldu og ný stjórnarskrá. Þá ætlar flokkurinn sér að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr.

Innlent