Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. apríl 2023 18:59 Á fundi borgarstjórnar sagðist Hildur óttast að Einar verði skiptastjóri borgarinnar en ekki borgarstjóri þegar hann tekur við borgarstjórastólnum í lok þessa árs. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. Reykjavíkurborg er eitt þeirra sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi bréf á dögunum, þar sem gerðar eru athugasemdir við að borgin standist ekki tiltekin lágmarksviðmið í rekstri sínum. Öllu verri staða er komin upp í Árborg. Í dag var 57 starfsmönnum sveitarfélagsins sagt upp störfum. Eru aðgerðirnar liður í hagræðingu í rekstri. Í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi beindi Hildur sjónum sínum að stöðunni í Árborg og bar hana saman við stöðuna í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Í Árborg sýnir sveitastjórnin ábyrgð með heiðarlegum viðbrögðum, boðar til íbúafundar og kynnir aðgerðir. Í Reykjavík stígur borgarstjóri fram og segir að allt sé í himnalagi og að borgin standi vel, nema hann sjái langsótt tækifæri til að skella skuldinni á ríkið. Engin viðleitni til að horfast í augu við vandann og bregðast við,“ sagði Hildur sem kvaðst þó sammála því að ríkið þyrfti að koma með virkari hætti að því að fullfjármagna málaflokk fatlaðs fólks. Sjá einnig: Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Í ræðu sinni sagðist Hildur óttast að þegar Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar, taki við Degi sem borgarstjóri verði hann titlaður skiptastjóri, en ekki borgarstjóri. Einar mun taka við af Degi í lok þessa árs. Áætla níu milljarða viðsnúning Dagur sagði umrædd bréf eftirlitsnefndar send til margra sveitarfélaga af mörgum ástæðum. „Og það er býsna óábyrgt af Sjálfstæðisflokknum að tala eins og fyrst og fremst tvö sveitarfélaga hafi fengið slík bréf og af sömu ástæðu. Meginþorri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fengu slík bréf frá eftirlitsnefndinni,“ sagði hann. Varðandi starfsmannatölur sagði Dagur að stöðugildum hafi fjölgað um 1374 á síðustu fimm árum. „Langstærsti hópurinn sem fjölgar um er í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk, 389 stöðugildi og 99 prósent fjölgun. Þessi uppbygging er lögáskilin og Reykjavík hefur verið í forystu fyrir.“ Ofan á það bætist við störf innan velferðarkerfis sem hafi fjölgað um 60 manns. Vegna uppbyggingar leikskóla, íbúakjarna og sundlauga hafi því ekki verið hægt en að fjölga starfsfólki, segir Dagur. Hann benti í svari sínu á að fimm ára áætlun hafi verið lögð fram um aðhald og viðsnúning í rekstri borgarinnar. „Það er níu milljarða viðsnúningur á þessu ári og það gengur ekki að ábyrgt stjórnmálafólk, með öll þessi gögn, tali hér eins og það hafi ekki verið samþykkt fjárhagsáætlun með þessum viðsnúningi,“ sagði Dagur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.vísir/vilhelm 60 prósent af heildartekjum til greiðslu launa Hildur sagðist aðallega hafa gert athugasemd við 13 prósent aukningu á starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. „Á síðasta kjörtímabili óskaði ég eftir einfaldri útlistun á starfslýsingum þeirra sem starfa innan miðlægrar stjórnsýslu, svarið barst eftir langa mæðu og reyndist 600 blaðsíður. Segir það ekki alla söguna?“, sagði Hildur. Þá benti hún á að í kynningu KPMG, sem unnin var fyrir Árborg, komi fram að um 58.7% af heildartekjum Árborgar hafi farið til greiðslu launa og launatengdra gjalda árið 2022. Til samanburðar renni um 60% af heildartekjum Reykjavíkur til greiðslu launa og launatengdra gjalda árið 2022. „Við erum að greiða of hátt hlutfall í launakostnað, hvernig ætlar borgarstjóri að bregðast við því?“ Dagur ítrekaði að aðhald sé í áætlunum borgarinnar en svaraði spurningu Hildar ekki beint heldur gagnrýndi málflutning minni hlutans í umræðunni. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. 12. apríl 2023 20:00 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Reykjavíkurborg er eitt þeirra sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi bréf á dögunum, þar sem gerðar eru athugasemdir við að borgin standist ekki tiltekin lágmarksviðmið í rekstri sínum. Öllu verri staða er komin upp í Árborg. Í dag var 57 starfsmönnum sveitarfélagsins sagt upp störfum. Eru aðgerðirnar liður í hagræðingu í rekstri. Í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi beindi Hildur sjónum sínum að stöðunni í Árborg og bar hana saman við stöðuna í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Í Árborg sýnir sveitastjórnin ábyrgð með heiðarlegum viðbrögðum, boðar til íbúafundar og kynnir aðgerðir. Í Reykjavík stígur borgarstjóri fram og segir að allt sé í himnalagi og að borgin standi vel, nema hann sjái langsótt tækifæri til að skella skuldinni á ríkið. Engin viðleitni til að horfast í augu við vandann og bregðast við,“ sagði Hildur sem kvaðst þó sammála því að ríkið þyrfti að koma með virkari hætti að því að fullfjármagna málaflokk fatlaðs fólks. Sjá einnig: Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Í ræðu sinni sagðist Hildur óttast að þegar Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar, taki við Degi sem borgarstjóri verði hann titlaður skiptastjóri, en ekki borgarstjóri. Einar mun taka við af Degi í lok þessa árs. Áætla níu milljarða viðsnúning Dagur sagði umrædd bréf eftirlitsnefndar send til margra sveitarfélaga af mörgum ástæðum. „Og það er býsna óábyrgt af Sjálfstæðisflokknum að tala eins og fyrst og fremst tvö sveitarfélaga hafi fengið slík bréf og af sömu ástæðu. Meginþorri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fengu slík bréf frá eftirlitsnefndinni,“ sagði hann. Varðandi starfsmannatölur sagði Dagur að stöðugildum hafi fjölgað um 1374 á síðustu fimm árum. „Langstærsti hópurinn sem fjölgar um er í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk, 389 stöðugildi og 99 prósent fjölgun. Þessi uppbygging er lögáskilin og Reykjavík hefur verið í forystu fyrir.“ Ofan á það bætist við störf innan velferðarkerfis sem hafi fjölgað um 60 manns. Vegna uppbyggingar leikskóla, íbúakjarna og sundlauga hafi því ekki verið hægt en að fjölga starfsfólki, segir Dagur. Hann benti í svari sínu á að fimm ára áætlun hafi verið lögð fram um aðhald og viðsnúning í rekstri borgarinnar. „Það er níu milljarða viðsnúningur á þessu ári og það gengur ekki að ábyrgt stjórnmálafólk, með öll þessi gögn, tali hér eins og það hafi ekki verið samþykkt fjárhagsáætlun með þessum viðsnúningi,“ sagði Dagur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.vísir/vilhelm 60 prósent af heildartekjum til greiðslu launa Hildur sagðist aðallega hafa gert athugasemd við 13 prósent aukningu á starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. „Á síðasta kjörtímabili óskaði ég eftir einfaldri útlistun á starfslýsingum þeirra sem starfa innan miðlægrar stjórnsýslu, svarið barst eftir langa mæðu og reyndist 600 blaðsíður. Segir það ekki alla söguna?“, sagði Hildur. Þá benti hún á að í kynningu KPMG, sem unnin var fyrir Árborg, komi fram að um 58.7% af heildartekjum Árborgar hafi farið til greiðslu launa og launatengdra gjalda árið 2022. Til samanburðar renni um 60% af heildartekjum Reykjavíkur til greiðslu launa og launatengdra gjalda árið 2022. „Við erum að greiða of hátt hlutfall í launakostnað, hvernig ætlar borgarstjóri að bregðast við því?“ Dagur ítrekaði að aðhald sé í áætlunum borgarinnar en svaraði spurningu Hildar ekki beint heldur gagnrýndi málflutning minni hlutans í umræðunni.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. 12. apríl 2023 20:00 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44
Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. 12. apríl 2023 20:00
Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57