Aðhald í þágu almennings Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. mars 2023 14:30 Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun