Aðhald í þágu almennings Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. mars 2023 14:30 Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun