„Einhver öfl urðu til þess að mér var kippt út á síðasta degi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2023 07:01 Guðmundur Ingi Þóroddsson fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir skrýtið að líta um öxl og hugsa til þess að hann hafi verið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar. Guðmundur er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir leiðinlegt að honum hafi verið kippt út úr prófkjöri Samfylkingarinnar á síðustu stundu. „Það ætlar sér enginn að enda inni í fangelsi. Ég man að mánuði áður en ég endaði sjálfur í fangelsi keyrði ég framhjá Litla Hrauni og horfði á bygginguna og hugsaði með mér hvernig það væri eiginlega að enda þarna inni. Ég eins og flestir vissi ekkert mikið um hvað væri í gangi á bakvið þessa veggi. Það er í raun ennþá þannig að fólk almennt veit mjög lítið um lífið í fangelsum þó að það hafi einhverjar hugmyndir úr bíómyndum“ segir Guðmundur. Hann sé ekki þessi týpíski fangi og saga hans ekki borið með sér að hann myndi enda í fangelsum. „Einhvern vegin byrjaði ég að feta þessa braut og eftir að ég fór sjálfur í meiri neyslu lá það einhvern vegin beinast við að fara í innflutning fíkniefna til að fjármagna neysluna. Ég flæktist í slæman félagsskap og svo leiddi eitt af öðru, en þegar ég horfi til baka sé ég ekki sjálfan mig sem hefðbundinn fanga.“ Viðkvæmur ungur maður Guðmundur segist í grunninn hafa verið frekar viðkvæmur ungur maður og það hafi verið honum áfall að vakna upp við það að vera kominn í fangelsi með þungan dóm á bakinu. „Ég varð ofboðslega veikur þegar ég fór fyrst í fangelsi. Ég var settur í einangrun og það var engin niðurtröppun eða neitt verið að fylgjast almennilega með manni. Svo er ég líka samkynhneigður og óttaðist það út frá staðalmyndum sem maður hafði, en sá ótti reyndist síðan óþarfur.“ Guðmundur Ingi segir að þó að margt hafi verið gert ágætlega á Íslandi skorti mikið upp á í fangelsismálum í heild. Aðallega sé allt of lítið gert til að vinna með föngum til að skila þeim betri út í samfélagið eftir fyrsta dóm: „Flestir sem enda í fangelsum hafa orðið fyrir áföllum og svo er stór hluti fanga með alls kyns greiningar og raskanir. Sumir fæðast inn í þannig aðstæður að það er nánast borðleggjandi að viðkomandi muni enda inni í fangelsi. Það er hræðilegt að sjá sögur sumra sem enda í fangelsum og við sem samfélag verðum að bæta verulega úr því að bæta endurhæfingu og veita viðeigandi meðferðir inni í fangelsunum,“ segir Guðmundur og heldur áfram. „Fangelsin sem slík eru ekki endilega slæm á Íslandi og það er eðlilegt að slæmir hlutir geti gerst í fangelsum, þó að verið sé að vinna hlutina vel. Þarna safnast saman fólk sem er á slæmum stað í lífinu sem fær litla aðstoð. Það getur auðvitað endað illa. En stefnan í heild á Íslandi er langt á eftir því sem gerist í nágrannalöndunum. Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en það hvernig er unnið með fólki sem kemur inn í fangelsum er miklu mikilvægara. Fólk fer í fangelsi af því að það er eitthvað að og ef það er ekki unnið með það, eru yfirgnæfandi líkur á að þú fremjir annað brot. Það tapa allir á því. Það getur verið erfitt að koma í veg fyrir að einstaklingur brjóti af sér í fyrsta skipti, en við sem samfélag getum komið í veg fyrir að viðkomandi brjóti af sér í annað, þriðja eða fjórða skipti. Þannig erum við að koma í veg fyrir að það verði til ný fórnarlömd, minnka kostnað, auk þess sem það er einfaldlega mannúðlegt. Við erum langt langt á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að stefnunni í heild sinni. Sú endurhæfing og vinna sem þar á sér stað hefur gefið mjög góða raun.“ Guðmundur Ingi opnaði sig um fangelsisvistina í Íslandi í dag um árið. Þar reiknaðist honum til að hann sem fangi hefði kostað ríkið fleiri hundruð milljónir króna. Nýleg skýrsla Amnesty International sýnir að á Íslandi er miklu algengara að grunaðir einstaklingar séu settir í einangrun en í öðrum Evrópulöndum. Guðmundur segir löngu tímabært að setja þrýsting á íslensk stjórnvöld til að breyta þessu. „Við beitum einangrunum mun meira en löndin í kringum okkur og lögreglan virðist hafa frítt spil. Það er sérstakt að dómstólar virðast samþykkja nánast allar beiðnir um einangranir, hleranir og fleira, bara eftir pöntunum lögreglu. Við erum lengi búin að vita að þetta er öðruvísi á Íslandi en í löndunum í kringum okkur, en það gerist lítið. Það skemmir fólk að sitja lengi í einangrun og getur valdið varanlegum skaða sem ekki er hægt að taka til baka.“ Guðmundi var vikið úr prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir Borgarstjórnarkosningar á síðustu stundu, eftir að búið var að samþykkja að hann mætti bjóða sig fram. Hann segir undarlegt hvernig að því var staðið. „Þetta var kvöldið áður en prófkjörið fór fram og mér fannst frekar illa að þessu staðið og hefði viljað að flokkurinn hefði staðið betur með mér. Það var búið að samþykkja að ég mætti bjóða mig fram, en svo voru einhver öfl sem urðu til þess að mér var kippt út á síðasta degi. Þetta er flokkur mannréttinda og jafnaðar og auðvitað finnst mér að það hefði átt að láta reyna á þetta, en því var borið við að það væri einhver vafi á að ég mætti bjóða mig fram. En ég er ekki maður sem er fúll mjög lengi og ákvað fljótt að velta mér ekki of lengi upp úr þessu. En ég mun halda áfram að berjast fyrir því sem ég hefði barist fyrir í stjórnmálunum.“ Fangelsismál Samfylkingin Tengdar fréttir „Einn úr okkar röðum lést á Hólmsheiði í gær“ Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í fangelsinu á Hólmsheiði í gær. Formaður Afstöðu segir málið hið sorglegasta. 9. apríl 2023 13:42 Erlendum burðardýrum sleppt með engan pening eða síma Dæmi er um að einstaklingum sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnainnflutning sé sleppt eftir afplánun með engan pening eða síma. Formaður félags fanga kallar eftir breytingum á kerfinu og vill að þessir einstaklingar fái að afplána dóm sinn með samfélagsþjónustu. Fangarnir séu fórnarlömb mansals en engir höfuðpaurar. 23. janúar 2023 11:05 Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. 21. desember 2022 22:41 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira
„Það ætlar sér enginn að enda inni í fangelsi. Ég man að mánuði áður en ég endaði sjálfur í fangelsi keyrði ég framhjá Litla Hrauni og horfði á bygginguna og hugsaði með mér hvernig það væri eiginlega að enda þarna inni. Ég eins og flestir vissi ekkert mikið um hvað væri í gangi á bakvið þessa veggi. Það er í raun ennþá þannig að fólk almennt veit mjög lítið um lífið í fangelsum þó að það hafi einhverjar hugmyndir úr bíómyndum“ segir Guðmundur. Hann sé ekki þessi týpíski fangi og saga hans ekki borið með sér að hann myndi enda í fangelsum. „Einhvern vegin byrjaði ég að feta þessa braut og eftir að ég fór sjálfur í meiri neyslu lá það einhvern vegin beinast við að fara í innflutning fíkniefna til að fjármagna neysluna. Ég flæktist í slæman félagsskap og svo leiddi eitt af öðru, en þegar ég horfi til baka sé ég ekki sjálfan mig sem hefðbundinn fanga.“ Viðkvæmur ungur maður Guðmundur segist í grunninn hafa verið frekar viðkvæmur ungur maður og það hafi verið honum áfall að vakna upp við það að vera kominn í fangelsi með þungan dóm á bakinu. „Ég varð ofboðslega veikur þegar ég fór fyrst í fangelsi. Ég var settur í einangrun og það var engin niðurtröppun eða neitt verið að fylgjast almennilega með manni. Svo er ég líka samkynhneigður og óttaðist það út frá staðalmyndum sem maður hafði, en sá ótti reyndist síðan óþarfur.“ Guðmundur Ingi segir að þó að margt hafi verið gert ágætlega á Íslandi skorti mikið upp á í fangelsismálum í heild. Aðallega sé allt of lítið gert til að vinna með föngum til að skila þeim betri út í samfélagið eftir fyrsta dóm: „Flestir sem enda í fangelsum hafa orðið fyrir áföllum og svo er stór hluti fanga með alls kyns greiningar og raskanir. Sumir fæðast inn í þannig aðstæður að það er nánast borðleggjandi að viðkomandi muni enda inni í fangelsi. Það er hræðilegt að sjá sögur sumra sem enda í fangelsum og við sem samfélag verðum að bæta verulega úr því að bæta endurhæfingu og veita viðeigandi meðferðir inni í fangelsunum,“ segir Guðmundur og heldur áfram. „Fangelsin sem slík eru ekki endilega slæm á Íslandi og það er eðlilegt að slæmir hlutir geti gerst í fangelsum, þó að verið sé að vinna hlutina vel. Þarna safnast saman fólk sem er á slæmum stað í lífinu sem fær litla aðstoð. Það getur auðvitað endað illa. En stefnan í heild á Íslandi er langt á eftir því sem gerist í nágrannalöndunum. Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en það hvernig er unnið með fólki sem kemur inn í fangelsum er miklu mikilvægara. Fólk fer í fangelsi af því að það er eitthvað að og ef það er ekki unnið með það, eru yfirgnæfandi líkur á að þú fremjir annað brot. Það tapa allir á því. Það getur verið erfitt að koma í veg fyrir að einstaklingur brjóti af sér í fyrsta skipti, en við sem samfélag getum komið í veg fyrir að viðkomandi brjóti af sér í annað, þriðja eða fjórða skipti. Þannig erum við að koma í veg fyrir að það verði til ný fórnarlömd, minnka kostnað, auk þess sem það er einfaldlega mannúðlegt. Við erum langt langt á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að stefnunni í heild sinni. Sú endurhæfing og vinna sem þar á sér stað hefur gefið mjög góða raun.“ Guðmundur Ingi opnaði sig um fangelsisvistina í Íslandi í dag um árið. Þar reiknaðist honum til að hann sem fangi hefði kostað ríkið fleiri hundruð milljónir króna. Nýleg skýrsla Amnesty International sýnir að á Íslandi er miklu algengara að grunaðir einstaklingar séu settir í einangrun en í öðrum Evrópulöndum. Guðmundur segir löngu tímabært að setja þrýsting á íslensk stjórnvöld til að breyta þessu. „Við beitum einangrunum mun meira en löndin í kringum okkur og lögreglan virðist hafa frítt spil. Það er sérstakt að dómstólar virðast samþykkja nánast allar beiðnir um einangranir, hleranir og fleira, bara eftir pöntunum lögreglu. Við erum lengi búin að vita að þetta er öðruvísi á Íslandi en í löndunum í kringum okkur, en það gerist lítið. Það skemmir fólk að sitja lengi í einangrun og getur valdið varanlegum skaða sem ekki er hægt að taka til baka.“ Guðmundi var vikið úr prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir Borgarstjórnarkosningar á síðustu stundu, eftir að búið var að samþykkja að hann mætti bjóða sig fram. Hann segir undarlegt hvernig að því var staðið. „Þetta var kvöldið áður en prófkjörið fór fram og mér fannst frekar illa að þessu staðið og hefði viljað að flokkurinn hefði staðið betur með mér. Það var búið að samþykkja að ég mætti bjóða mig fram, en svo voru einhver öfl sem urðu til þess að mér var kippt út á síðasta degi. Þetta er flokkur mannréttinda og jafnaðar og auðvitað finnst mér að það hefði átt að láta reyna á þetta, en því var borið við að það væri einhver vafi á að ég mætti bjóða mig fram. En ég er ekki maður sem er fúll mjög lengi og ákvað fljótt að velta mér ekki of lengi upp úr þessu. En ég mun halda áfram að berjast fyrir því sem ég hefði barist fyrir í stjórnmálunum.“
Fangelsismál Samfylkingin Tengdar fréttir „Einn úr okkar röðum lést á Hólmsheiði í gær“ Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í fangelsinu á Hólmsheiði í gær. Formaður Afstöðu segir málið hið sorglegasta. 9. apríl 2023 13:42 Erlendum burðardýrum sleppt með engan pening eða síma Dæmi er um að einstaklingum sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnainnflutning sé sleppt eftir afplánun með engan pening eða síma. Formaður félags fanga kallar eftir breytingum á kerfinu og vill að þessir einstaklingar fái að afplána dóm sinn með samfélagsþjónustu. Fangarnir séu fórnarlömb mansals en engir höfuðpaurar. 23. janúar 2023 11:05 Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. 21. desember 2022 22:41 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira
„Einn úr okkar röðum lést á Hólmsheiði í gær“ Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í fangelsinu á Hólmsheiði í gær. Formaður Afstöðu segir málið hið sorglegasta. 9. apríl 2023 13:42
Erlendum burðardýrum sleppt með engan pening eða síma Dæmi er um að einstaklingum sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnainnflutning sé sleppt eftir afplánun með engan pening eða síma. Formaður félags fanga kallar eftir breytingum á kerfinu og vill að þessir einstaklingar fái að afplána dóm sinn með samfélagsþjónustu. Fangarnir séu fórnarlömb mansals en engir höfuðpaurar. 23. janúar 2023 11:05
Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. 21. desember 2022 22:41