Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Fella­skóli og Lauga­lækjar­skóli komust í úr­slit Skrekks

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit.

Innlent
Fréttamynd

For­­manns­efni kennara segja kulnun mikil­vægasta verk­efnið

Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál

Ég fór í Borgarleikhúsið að sjá sýninguna 9 líf á dögunum og var upprifin. Í verkinu er rakin saga okkar ástsæla Bubba Morthens, þjóðareign að gefnu tilefni. Það er hvert mannsbarn hér á landi með tengingu við hann og þá sérstaklega tónlistina hans, hvort sem við erum aðdáendur eða ekki. En svo er líka önnur tenging sem stór hópur á við söguna hans Bubba, sú tenging er kannski heldur falin. Eða jafnvel týnd?

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri karlkyns nemendur í framhaldsskólum

Fleiri karlkyns nemendur eru nú skráðir í framhaldsskólanám en kvenkyns. Hlutfall karlkyns nemenda eru 53% á móti 47% kvenkyns nemendum. Í tölfræðinni er ekki gert ráð fyrir öðrum kynjum.

Innlent
Fréttamynd

Skóli og samfélag

Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skólar fyrir börnin

Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli

Skoðun
Fréttamynd

Ofbeldi snertir allt samfélagið

Ofbeldi verður til umfjöllunar á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sen fram fer á Reykjavík Natura í dag. Málþingið er haldið í samvinnu við fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fræðslu- og skólaþjónustu, fötlunarmálum, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum

Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild.

Innlent
Fréttamynd

Kynjakvóti tekinn upp í Versló

Kynjakvóti hefur formlega verið tekinn upp hjá Verslunarskóla Íslands til að reyna að sporna gegn fækkun pilta í skólanum. Skólastjórinn segir nýjar reglur tryggja að hlutfall pilta í skólanum fari ekki undir fjörutíu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórar í næturvinnu við að rekja smit

Umfangsmiklar smitrakningar í grunnskólum valda álagi á stjórnendur skólanna sem þurfa að sjá um rakninguna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ekki ganga að að verkefnið sé á herðum skólastjórnenda þar sem þeir séu í fullri vinnu fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ

Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif stúdenta á uppbyggingu háskólasvæðisins

Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. 

Skoðun
Fréttamynd

Samþætt þjónusta og snemmtækur stuðningur við börnin í Árborg

Starfsfólk á fjölskyldusviði Árborgar er þessa dagana að undirbúa innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en lögin taka gildi um næstu áramót. Undirbúningurinn felur meðal annars í sér að endurskoða alla verkferla og leggja áherslu á samhæfingu verklags þvert á deildir.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar höfum hátt!

Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn.

Skoðun