Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 17:36 Nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla munu á morgun verja deginum á söfnum víðsvegar um borgina en stefnt er að því að hefðbundið skólastarf geti hafist að nýju á mánudag í nýju bráðabirgðahúsnæði. Vísir/Vilhelm Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. „Verið er að ganga frá samningum um tímabundið húsnæði fyrir kennslu 8. bekkjar Hagaskóla á meðan endurbætur fara fram á norðaustur álmu skólans. Unnið er að nýjum verkferlum Reykjavíkurborgar um rakaskemmdir eða myglu og var brugðist hratt við ábendingum um slæma innivist,“ segir í tilkynningu frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur teymisstjóra samskiptasviðs Reykjavíkurborgar. Skólastjórnendum Hagaskóla bárust í október ábendingar um að tilefni væri til að kanna loftgæði í norðausturálmu skólans og var þá strax kallað eftir aðstoð sérfræðinga til að rannsaka húsnæðið. Tekin voru sýni úr gólfi og múr og loftræstikerfi hreinsað og tekið út. Frumniðurstöður frá verkfræðistofunni Eflu bárust í gær og kom þar fram að einhver leki hafði átt sér stað í múrvegg og fannst þar mygla. „Unnið er samkvæmt nýjum verkferlum sem fara í gang um leið og grunur beinist að rakaskemmdum eða myglu og voru niðurstöðurnar strax kynntar fyrir stjórnendum og starfsfólki. Ákveðið var að engin kennsla myndi fara fram í þessum hluta húsnæðisins þar til endurbætur hafa farið fram,“ segir í tilkynningunni. Því hafi ekki annað komið til greina en að kennsla yrði felld niður í áttunda bekk í dag á meðan áætlanir væru gerðar um framhaldið. Hópur kennara kom saman í morgun, hóf undirbúning flultninga og skipulagði dagskrá fyrir börnin á morgun. Mun skóladagur þeirra á morgun því fara í vettvangsferðir á söfn víðs vegar um borgina en stefnt er að því að kennsla hefjist í nýju húsnæði á mánudag. „Þegar er byrjað að undirbúa framkvæmdir þó enn sé verið að vinna að endanlegri áætlun. Fundað verður með starfsfólki á morgun þar sem sérfræðingar munu fara yfir stöðuna á húsnæðinu og það sem er framundan. “ Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mygla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Verið er að ganga frá samningum um tímabundið húsnæði fyrir kennslu 8. bekkjar Hagaskóla á meðan endurbætur fara fram á norðaustur álmu skólans. Unnið er að nýjum verkferlum Reykjavíkurborgar um rakaskemmdir eða myglu og var brugðist hratt við ábendingum um slæma innivist,“ segir í tilkynningu frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur teymisstjóra samskiptasviðs Reykjavíkurborgar. Skólastjórnendum Hagaskóla bárust í október ábendingar um að tilefni væri til að kanna loftgæði í norðausturálmu skólans og var þá strax kallað eftir aðstoð sérfræðinga til að rannsaka húsnæðið. Tekin voru sýni úr gólfi og múr og loftræstikerfi hreinsað og tekið út. Frumniðurstöður frá verkfræðistofunni Eflu bárust í gær og kom þar fram að einhver leki hafði átt sér stað í múrvegg og fannst þar mygla. „Unnið er samkvæmt nýjum verkferlum sem fara í gang um leið og grunur beinist að rakaskemmdum eða myglu og voru niðurstöðurnar strax kynntar fyrir stjórnendum og starfsfólki. Ákveðið var að engin kennsla myndi fara fram í þessum hluta húsnæðisins þar til endurbætur hafa farið fram,“ segir í tilkynningunni. Því hafi ekki annað komið til greina en að kennsla yrði felld niður í áttunda bekk í dag á meðan áætlanir væru gerðar um framhaldið. Hópur kennara kom saman í morgun, hóf undirbúning flultninga og skipulagði dagskrá fyrir börnin á morgun. Mun skóladagur þeirra á morgun því fara í vettvangsferðir á söfn víðs vegar um borgina en stefnt er að því að kennsla hefjist í nýju húsnæði á mánudag. „Þegar er byrjað að undirbúa framkvæmdir þó enn sé verið að vinna að endanlegri áætlun. Fundað verður með starfsfólki á morgun þar sem sérfræðingar munu fara yfir stöðuna á húsnæðinu og það sem er framundan. “
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mygla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira