Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði

Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram.

Innlent
Fréttamynd

Laugvetningar og Stella í orlofi

Stella í orlofi er nú mætt í félagsheimilið Aratungu í Bláskógabyggð en þar er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikrit eftir samnefndir kvikmynd frá 1986. Mikið gengur á á sviðinu, enda mikið líf í kringum Stellu í leið sinni í sumarbústað með sænskum alka, sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ.

Innlent
Fréttamynd

Ráða íslensk sveitarfélög við verkefnið?

Mánaðarleg meðalheildarlaun fullvinnandi sérfræðinga hjá sveitarfélögum árið 2020 voru þriðjungi lægri en á almennum markaði og fjórðungi lægri en hjá ríkinu! Það er síðan sérstakt áhyggjuefni að ein skýrasta birtingarmynd kynjaðs vinnumarkaðar skuli endurspeglast í kerfisbundnu vanmati á virði kvenna með háskólamenntun hjá sveitarfélögum. Hvernig snúum við af þessari braut?

Skoðun
Fréttamynd

Fangavarðaskólinn í fjarnámi – 26 nemendur í skólanum

Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum þar sem um þriðjungur þeirra eru konur. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans. Fangavörður segir starfið glettilega skemmtilegt og gefandi.

Innlent
Fréttamynd

Er ríkið að brjóta sín eigin lög á kostnað barna?

Samkvæmt Vísindavefnum var fyrsta eiginlega Internettengingin á Íslandi árið 1989. Sjö árum seinna, nánar tiltekið 4. mars 1996, gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag sín á milli um að sveitarfélög tækju við rekstri á grunnskólum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Leiklist nýtt til efla börnin

Leiklist leikur stórt hlutverk í leikskólanum Laufskála þar sem börnin stíga reglulega á svið. Um sérstakt verkefni er að ræða sem vakið hefur athygli.

Innlent
Fréttamynd

Sköpum gott veður í skólum borgarinnar

Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skóli hluta Ís­lands

Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms.

Skoðun
Fréttamynd

Múla­þing gerir vel í leik­skóla­málum

Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Í brýnni þörf er best að bíða!

Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil skerðing á skóla­starfi um allt land

Mikil röskun er á skólastarfi víða um land vegna veðurs. Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda. Þar er um að ræða fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Innlent
Fréttamynd

Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrra­málið

Al­manna­varnir funda nú með Veður­stofunni og Vega­gerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnu­staða að fá starfs­fólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þung­fært verði á höfuð­borgar­svæðinu í fyrra­málið og vilja Al­manna­varnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar.

Innlent
Fréttamynd

Fögnum Degi leikskólans

Í dag 6. febrúar fögnum við Degi leikskólans. Leikskólar halda á fjöregginu okkar, yngstu börnunum, og leggja grunn að velferð, þroska, menntun og farsæld þeirra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla hefur síðastliðin tvö ár slegið skjaldborg umhyggju og metnaðar um leikskólabörn. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á hve mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í lífi barna og fjölskyldna þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Þolin­mæði mennta­skóla­nema á þrotum

Nemendur í Verzló skipulögðu skemmtikvöld í von um að ráðherra myndi aflétta samkomutakmörkunum í dag. Skemmtikvöldið fer fram með rafrænum hætti og segist formaður nemendafélagsins sár út í stjórnvöld og að þolinmæðin sé á þrotum.

Innlent