37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. apríl 2022 07:00 Kristján Jóhannsson segist vera þessi dæmigerði 37 ára vísitölumaður. Alinn upp í Vesturbænum og býr þar enn ásamt eiginkonu, tveimur börnum og hundi. Kristján starfaði áður hjá Icelandair en hóf nýlega störf sem rekstrarstjóri hjá Gæðabakstri. Kristján er líka að klára meistaragráðuna sína í HR og sinnir íþróttatengdum félagsstörfum. Vísir/Vilhelm Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. „Þó það hljómi ótrúlega þá er margt líkt með Gæðabakstri og Icelandair. Bæði þessi fyrirtæki eru byggð upp á sterkum gildum, þar sem þau eru að framleiða afurð eða veita þjónustu sem við erum alinn upp og Íslendingar tengja sterkt við,“ segir Kristján Jóhannesson rekstrarstjóri Gæðabaksturs, sem áður starfaði í sex ár hjá Icelandair og þar áður í bankageiranum. Kristján er þessi dæmigerði 37 ára dugnaðarforkur með heimili og börn, sinnir krefjandi starfi, er að klára meistaragráðuna sína í vor og sinnir íþróttatengdri stjórnarsetu og þjálfun. Já, þessi dæmigerði vísitölumaður sem er með mörg járn í eldinum og allt í gangi…. Uppalinn í Vesturbænum og alltaf í sundi Kristján er fæddur og uppalinn í Vesturbænum og margir tengja hann við sundið. Því frá því að Kristján var sjö ára og fram yfir þrítugt var sundið áhugamál númer eitt. Kristján keppti um árabil í sundi og vann til fjölda verðlauna. Kristján hefur líka þjálfað sund og situr í stjórn Sunddeildar KR og sinnir félagsstarfi fyrir karate. „Sundskýlan og þjálfun hjá mér er alveg komið á hilluna. Aftur á móti hef ég gaman af íþróttum og félagsstarfi svo síðustu fjögur árin hef ég verið að vinna við að halda um reksturinn fyrir Karatefélagið Þórshamar þar sem ég saknaði þess að vera vinna í kringum íþróttir og hlutum tengdum þeim,“ segir Kristján og bætir við: „Þessi vinna hefur verið mjög spennandi og skemmtileg. Sérstaklega þar sem ég vissi ekkert um þessa íþrótt áður en ég byrjaði að vinna með þeim.“ Kristján útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2006 og fór þaðan beint í viðskiptafræðina í Háskólanum í Reykjavík. Þaðan lauk hann B.Sc. gráðunni og um þessar mundir er hann að klára meistaragráðuna sína. Og enn er hann í Vesturbænum. Ég er 37 ára, vísitölumaður sem er fæddur og uppalinn í vesturbænum og bý þar í dag með eiginkonunni minni henni Ernu Viktoríu sem er flugfreyja hjá Icelandair og börnunum okkar tveim. Strákurinn okkar heitir Jóhannes Ingvi og er 9 ára gaur sem á heima niðri í KR með vinum sínum, hvort sem það er að stunda fótbolta eða körfubolta. Dóttir okkar heitir Elísabet 4 ára sem heldur því fram að það skemmtilegast sem við foreldrarnir gerum er að fara með hana út á róló eða fara í sund, hefur það kannski frá mér. Auðvita erum við svo með hund sem heitir Myrra til að vera alvöru vísitala.“ Úr háloftunum í bakstur Kristján var nýverið ráðinn sem rekstrarstjóri hjá Gæðabakstri en það er eitt stærsta fyrirtæki landsins í framleiðslu á kornvörum. Sem rekstrarstjóri ber Kristján ábyrgð á stjórnun, rekstri og áætlun framleiðslusviðs í samstarfi við tvo öfluga framleiðslustjóra, auk vöruþróunar og átaksverkefna. Áður starfaði Kristján í sex ár hjá Icelandair þar sem hann bar ábyrgð á rekstri, þjónustu og söluvarningi um borð í vélum félagsins. Þar áður starfaði hann sem viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu MP banka, forvera Kviku og hjá Arion banka sem sölustjóri útibúa á viðskiptabankasviði og eignastýringasviði. „Stefnan var ekki að hætta hjá Icelandair eða skipta um starf strax og það hafði ekki komið mér á óvart ef ég hafði orðið starfsmaður sem myndi fá Gullúr eftir 25 ár í starfi hjá þeim, þar sem mitt markmið var alltaf að vinna hjá þeim,“ segir Kristján um vistaskiptin. „En maður veit aldrei hvert lífið tekur mann og eftir að hafa hitta Villa hjá Gæðabakstri og spjallað við hann. Þar sem hann sagði mér frá hvernig hann hugsar og nálgast hlutina og hvaða markmið hann er með fyrir Gæðabakstur á komandi árum, þá var tækifærið vera of spennandi til að sleppa því.“ Kristján segir fyrstu vikurnar og mánuðina í nýju starfi svo sannarlega ekki gefið tilefni til eftirsjár eftir þessari ákvörðun. Nýja starfið sé í senn skemmtilegt, krefjandi og þar sé líka skemmtilegt samstarfsfólk að vinna með. Kristján ætlaði upphaflega að fara í meistaranám fyrir rúmum tíu árum síðan en það frestaðist alltaf vegna þess að eitthvað nýtt og spennandi kom upp. Í dag segist Kristján mæla með því að fólk bíði með að fara í framhaldsnám þar til það finnur að það er tilbúið og veit hvað það ætlar sér með þetta viðbótarnám. Hverju það geti skilað í starfsframa.Vísir/Vilhelm Ólík fyrirtæki geta verið keimlík Þá segir hann að þótt störfin og vinnustaðirnir hljómi mjög ólík, sé það ekki svo. „Þó það hljómi ótrúlega þá er margt líkt með Gæðabakstri og Icelandair. Bæði þessi fyrirtæki eru byggð upp á sterkum gildum, þar sem þau eru að framleiða afurð eða veita þjónustu sem við erum alinn upp og Íslendingar tengja sterkt við. Saga Icelandair, áður Loftleiða, eiga til dæmis sögu hjá okkur öllum og það sama má segja um kleinurnar og flatkökurnar frá Ömmu bakstri sem við erum flest alin upp við,“ segir Kristján og bendir á að bæði þessi fyrirtæki eigi sér yfir sjötíu ára gamla sögu. Reyndar jafnvel eldri því elsta einingin sem í dag tilheyrir Gæðabakstri er Kristjánsbakarí á Akureyri sem stofnað var árið 1912. Sjálfur upplifir hann til dæmis margt í gildum og starfsháttum fyrirtækjanna oft sem keimlík fyrirbæri. Sem dæmi nefnir hann tvær hressar og metnaðargjarnar stelpur sem þekktar voru innan Icelandair sem Króna og Aur. Það sem Króna og Aur stóðu í rauninni fyrir var að teymið sem Kristján tilheyrði væri í alltaf að leita, finna og virða allar krónur, því margföldunarstuðullinn væri hár og þannig myndum við alltaf ná meiri árangri. Þetta segir Kristján eitt dæmi af fjölmörgum úr starfinu hans hjá Icelandair þar sem lögð var áhersla á að finna skemmtilega og góða uppsetningu á verkefnum. Þar sem markmiðin væru þó alltaf skýr og ávinningurinn upplýstur markvisst til starfsfólks. Að sögn Kristjáns getur góð uppsetning verkefna ekkert síður stuðlað að því að fólk lærir enn betur að vinna saman í teymum. „Þetta er eitthvað sem hann Villi og hans fólk hjá Gæðabakstri hugsa eins, þar sem það skiptir öllu máli að stunda fagleg vinnubrögð og finna sem besta og hagkvæmustu leiðina að framleiða vörurnar, tryggja framleiðslulínuna og á sama tíma halda öllum gæðum háum, jafnframt því að halda öllum vel upplýstum um stöðuna. Þessi skýru markmiðum hjá Gæðabakstri hafa skilað því að fyrirtækið hefur verið fyrirmyndafélag Creditinfo að ég held í ellefu ár í röð.“ Kristján segir þó auðvitað margt ólíkt hjá fyrirtækjunum tveimur. Til dæmis séu boðleiðir og ákvarðanir mun auðveldari ferill hjá Gæðabakstri í samanburði við Icelandair. Þá segir hann stærðarmun fyrirtækjanna einnig þýða að hver stjórnandi þarf að vera með fleiri hatta hjá Gæðabakstri enda minna fyrirtæki í samanburði við Icelandair. Að vera með marga hatta í einu getur verið krefjandi. Sérstaklega þegar maður er nýr í starfi og þarf að koma sér inn í marga hluti. Stundum finnst manni maður verða „vinnuhægur“ sem er eitthvað sem getur pirrað mann eins og mig mikið.“ Kristján var meira og minna í sundi frá því hann var sjö ára og fram yfir þrítugt þar sem hann bæði keppti og þjálfaði sund. Kristján vann til fjölda verðlauna en í dag situr hann í stjórn Sunddeildar KR og sér um rekstur reksturinn fyrir Karatefélagið Þórshamar.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að velja réttan tíma fyrir nám Eins og áður segir, er Kristján að ljúka meistaragráðunni sinni í HR. Sú vegferð hófst haustið 2020 og segir Kristján að án efa hafi Covid átt hlut í máli að hann ákvað að fara aftur á skólabekk þá. Því heimsfaraldurinn hafði mjög mikil áhrif á starfsemi Icelandair og segir Kristján hann því hafa fengið fullan stuðning og hvatningu frá yfirmanni sínum þar, að skella sér aftur í skóla. „Ég reyndi síðan að keyra námið áfram eins hratt og ég gat með því að nýta þau tækifæri sem komu upp. Sem dæmi bætti ég aðeins við námið þegar Icelandair þurfti að færa starfsmenn niður í starfshlutfalli og svo tók ég líka eina sumarönn til að klára fyrr.“ Kristján mun útskrifast í maí en hann segist hvetja fólk sem hugar að meistaragráðu að velta vel fyrir sér réttri tímasetningu námsins. Persónulega var ég búinn að setja stefnuna að fara í framhaldsnám frá 2010 eða 2011 og var alltaf að fresta þessu fram á „næsta ár“, því það komu ný tækifæri eða eitthvað annað meira spennandi. Ég mæli hins vegar í dag með því að fólk sé ekkert að flýta sér að taka masterinn og jafnvel bíða með það, þar til þau viti hvað þau ætla að fá úr námi og hvaða dyr það sér fyrir sér að gráðan geti opnað fyrir þau.“ Þegar Kristján hóf námið haustið 2020, upplifði hann sjálfan sig á þeim stað að hann væri tilbúinn til að taka næsta skref í sínum starfsframa. Og í þeim efnum mat hann stöðuna þannig að meistaragráða gæti orðið honum til framdráttar. En verandi með fjölskyldu og í starfi er meira en að segja það og það þekkja margir. Kristján segir miklu skipta að eiga góða að og þar hafi það skipt sköpum að bæði foreldrar hans og tengdaforeldrar eru búsettir í Vesturbænum og náðu oft að redda og létta undir. Þá segir hann það hafa hjálpað mikið að Erna konan hans gerði hvað hún gat til að eiga flugvaktir sem pössuðu við skólahelgar, þannig að saman gætu þau deilt álaginu með heimili og börn. „Það skiptir bara miklu þegar fólk tekur ákvörðun um svona nám að muna að þetta er verkefni og tímabil sem klárast,“ segir Kristján um álagið sem getur myndast á fjölskyldur þegar fólk ákveður að fara í nám samhliða starfi og heimilisrekstri. Kristján segir námið og áfangana hafa hentað sér sérstaklega vel í HR. Því þar er námið sett upp í lotum með blöndu af innlendum og erlendum kennurum sem hafa góða þekkingu og góða tengingu við atvinnulífið. Það hafi honum fundist góð gulrót. Þá hafi það verið hvetjandi hversu mikinn áhuga kennarar sýndu almennt verkefnum nemenda mikinn áhuga og tengdu það við námsefni, sem aftur gaf náminu enn meiri vídd. „Þannig að mínu mati passar námið vel fyrir fólk með fjölskyldu og í vinnu, þar sem maður getur stýrt hraðanaum sjálfur og tengt það við daglegavinnu. Það kom mér líka þægilega á óvart að mikið af fólkinu var á mínum aldri, þannig að maður var ekkert endilega eini „gamli gaurinn.““ Starfsframi Skóla - og menntamál Góðu ráðin Tengdar fréttir Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Þó það hljómi ótrúlega þá er margt líkt með Gæðabakstri og Icelandair. Bæði þessi fyrirtæki eru byggð upp á sterkum gildum, þar sem þau eru að framleiða afurð eða veita þjónustu sem við erum alinn upp og Íslendingar tengja sterkt við,“ segir Kristján Jóhannesson rekstrarstjóri Gæðabaksturs, sem áður starfaði í sex ár hjá Icelandair og þar áður í bankageiranum. Kristján er þessi dæmigerði 37 ára dugnaðarforkur með heimili og börn, sinnir krefjandi starfi, er að klára meistaragráðuna sína í vor og sinnir íþróttatengdri stjórnarsetu og þjálfun. Já, þessi dæmigerði vísitölumaður sem er með mörg járn í eldinum og allt í gangi…. Uppalinn í Vesturbænum og alltaf í sundi Kristján er fæddur og uppalinn í Vesturbænum og margir tengja hann við sundið. Því frá því að Kristján var sjö ára og fram yfir þrítugt var sundið áhugamál númer eitt. Kristján keppti um árabil í sundi og vann til fjölda verðlauna. Kristján hefur líka þjálfað sund og situr í stjórn Sunddeildar KR og sinnir félagsstarfi fyrir karate. „Sundskýlan og þjálfun hjá mér er alveg komið á hilluna. Aftur á móti hef ég gaman af íþróttum og félagsstarfi svo síðustu fjögur árin hef ég verið að vinna við að halda um reksturinn fyrir Karatefélagið Þórshamar þar sem ég saknaði þess að vera vinna í kringum íþróttir og hlutum tengdum þeim,“ segir Kristján og bætir við: „Þessi vinna hefur verið mjög spennandi og skemmtileg. Sérstaklega þar sem ég vissi ekkert um þessa íþrótt áður en ég byrjaði að vinna með þeim.“ Kristján útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2006 og fór þaðan beint í viðskiptafræðina í Háskólanum í Reykjavík. Þaðan lauk hann B.Sc. gráðunni og um þessar mundir er hann að klára meistaragráðuna sína. Og enn er hann í Vesturbænum. Ég er 37 ára, vísitölumaður sem er fæddur og uppalinn í vesturbænum og bý þar í dag með eiginkonunni minni henni Ernu Viktoríu sem er flugfreyja hjá Icelandair og börnunum okkar tveim. Strákurinn okkar heitir Jóhannes Ingvi og er 9 ára gaur sem á heima niðri í KR með vinum sínum, hvort sem það er að stunda fótbolta eða körfubolta. Dóttir okkar heitir Elísabet 4 ára sem heldur því fram að það skemmtilegast sem við foreldrarnir gerum er að fara með hana út á róló eða fara í sund, hefur það kannski frá mér. Auðvita erum við svo með hund sem heitir Myrra til að vera alvöru vísitala.“ Úr háloftunum í bakstur Kristján var nýverið ráðinn sem rekstrarstjóri hjá Gæðabakstri en það er eitt stærsta fyrirtæki landsins í framleiðslu á kornvörum. Sem rekstrarstjóri ber Kristján ábyrgð á stjórnun, rekstri og áætlun framleiðslusviðs í samstarfi við tvo öfluga framleiðslustjóra, auk vöruþróunar og átaksverkefna. Áður starfaði Kristján í sex ár hjá Icelandair þar sem hann bar ábyrgð á rekstri, þjónustu og söluvarningi um borð í vélum félagsins. Þar áður starfaði hann sem viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu MP banka, forvera Kviku og hjá Arion banka sem sölustjóri útibúa á viðskiptabankasviði og eignastýringasviði. „Stefnan var ekki að hætta hjá Icelandair eða skipta um starf strax og það hafði ekki komið mér á óvart ef ég hafði orðið starfsmaður sem myndi fá Gullúr eftir 25 ár í starfi hjá þeim, þar sem mitt markmið var alltaf að vinna hjá þeim,“ segir Kristján um vistaskiptin. „En maður veit aldrei hvert lífið tekur mann og eftir að hafa hitta Villa hjá Gæðabakstri og spjallað við hann. Þar sem hann sagði mér frá hvernig hann hugsar og nálgast hlutina og hvaða markmið hann er með fyrir Gæðabakstur á komandi árum, þá var tækifærið vera of spennandi til að sleppa því.“ Kristján segir fyrstu vikurnar og mánuðina í nýju starfi svo sannarlega ekki gefið tilefni til eftirsjár eftir þessari ákvörðun. Nýja starfið sé í senn skemmtilegt, krefjandi og þar sé líka skemmtilegt samstarfsfólk að vinna með. Kristján ætlaði upphaflega að fara í meistaranám fyrir rúmum tíu árum síðan en það frestaðist alltaf vegna þess að eitthvað nýtt og spennandi kom upp. Í dag segist Kristján mæla með því að fólk bíði með að fara í framhaldsnám þar til það finnur að það er tilbúið og veit hvað það ætlar sér með þetta viðbótarnám. Hverju það geti skilað í starfsframa.Vísir/Vilhelm Ólík fyrirtæki geta verið keimlík Þá segir hann að þótt störfin og vinnustaðirnir hljómi mjög ólík, sé það ekki svo. „Þó það hljómi ótrúlega þá er margt líkt með Gæðabakstri og Icelandair. Bæði þessi fyrirtæki eru byggð upp á sterkum gildum, þar sem þau eru að framleiða afurð eða veita þjónustu sem við erum alinn upp og Íslendingar tengja sterkt við. Saga Icelandair, áður Loftleiða, eiga til dæmis sögu hjá okkur öllum og það sama má segja um kleinurnar og flatkökurnar frá Ömmu bakstri sem við erum flest alin upp við,“ segir Kristján og bendir á að bæði þessi fyrirtæki eigi sér yfir sjötíu ára gamla sögu. Reyndar jafnvel eldri því elsta einingin sem í dag tilheyrir Gæðabakstri er Kristjánsbakarí á Akureyri sem stofnað var árið 1912. Sjálfur upplifir hann til dæmis margt í gildum og starfsháttum fyrirtækjanna oft sem keimlík fyrirbæri. Sem dæmi nefnir hann tvær hressar og metnaðargjarnar stelpur sem þekktar voru innan Icelandair sem Króna og Aur. Það sem Króna og Aur stóðu í rauninni fyrir var að teymið sem Kristján tilheyrði væri í alltaf að leita, finna og virða allar krónur, því margföldunarstuðullinn væri hár og þannig myndum við alltaf ná meiri árangri. Þetta segir Kristján eitt dæmi af fjölmörgum úr starfinu hans hjá Icelandair þar sem lögð var áhersla á að finna skemmtilega og góða uppsetningu á verkefnum. Þar sem markmiðin væru þó alltaf skýr og ávinningurinn upplýstur markvisst til starfsfólks. Að sögn Kristjáns getur góð uppsetning verkefna ekkert síður stuðlað að því að fólk lærir enn betur að vinna saman í teymum. „Þetta er eitthvað sem hann Villi og hans fólk hjá Gæðabakstri hugsa eins, þar sem það skiptir öllu máli að stunda fagleg vinnubrögð og finna sem besta og hagkvæmustu leiðina að framleiða vörurnar, tryggja framleiðslulínuna og á sama tíma halda öllum gæðum háum, jafnframt því að halda öllum vel upplýstum um stöðuna. Þessi skýru markmiðum hjá Gæðabakstri hafa skilað því að fyrirtækið hefur verið fyrirmyndafélag Creditinfo að ég held í ellefu ár í röð.“ Kristján segir þó auðvitað margt ólíkt hjá fyrirtækjunum tveimur. Til dæmis séu boðleiðir og ákvarðanir mun auðveldari ferill hjá Gæðabakstri í samanburði við Icelandair. Þá segir hann stærðarmun fyrirtækjanna einnig þýða að hver stjórnandi þarf að vera með fleiri hatta hjá Gæðabakstri enda minna fyrirtæki í samanburði við Icelandair. Að vera með marga hatta í einu getur verið krefjandi. Sérstaklega þegar maður er nýr í starfi og þarf að koma sér inn í marga hluti. Stundum finnst manni maður verða „vinnuhægur“ sem er eitthvað sem getur pirrað mann eins og mig mikið.“ Kristján var meira og minna í sundi frá því hann var sjö ára og fram yfir þrítugt þar sem hann bæði keppti og þjálfaði sund. Kristján vann til fjölda verðlauna en í dag situr hann í stjórn Sunddeildar KR og sér um rekstur reksturinn fyrir Karatefélagið Þórshamar.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að velja réttan tíma fyrir nám Eins og áður segir, er Kristján að ljúka meistaragráðunni sinni í HR. Sú vegferð hófst haustið 2020 og segir Kristján að án efa hafi Covid átt hlut í máli að hann ákvað að fara aftur á skólabekk þá. Því heimsfaraldurinn hafði mjög mikil áhrif á starfsemi Icelandair og segir Kristján hann því hafa fengið fullan stuðning og hvatningu frá yfirmanni sínum þar, að skella sér aftur í skóla. „Ég reyndi síðan að keyra námið áfram eins hratt og ég gat með því að nýta þau tækifæri sem komu upp. Sem dæmi bætti ég aðeins við námið þegar Icelandair þurfti að færa starfsmenn niður í starfshlutfalli og svo tók ég líka eina sumarönn til að klára fyrr.“ Kristján mun útskrifast í maí en hann segist hvetja fólk sem hugar að meistaragráðu að velta vel fyrir sér réttri tímasetningu námsins. Persónulega var ég búinn að setja stefnuna að fara í framhaldsnám frá 2010 eða 2011 og var alltaf að fresta þessu fram á „næsta ár“, því það komu ný tækifæri eða eitthvað annað meira spennandi. Ég mæli hins vegar í dag með því að fólk sé ekkert að flýta sér að taka masterinn og jafnvel bíða með það, þar til þau viti hvað þau ætla að fá úr námi og hvaða dyr það sér fyrir sér að gráðan geti opnað fyrir þau.“ Þegar Kristján hóf námið haustið 2020, upplifði hann sjálfan sig á þeim stað að hann væri tilbúinn til að taka næsta skref í sínum starfsframa. Og í þeim efnum mat hann stöðuna þannig að meistaragráða gæti orðið honum til framdráttar. En verandi með fjölskyldu og í starfi er meira en að segja það og það þekkja margir. Kristján segir miklu skipta að eiga góða að og þar hafi það skipt sköpum að bæði foreldrar hans og tengdaforeldrar eru búsettir í Vesturbænum og náðu oft að redda og létta undir. Þá segir hann það hafa hjálpað mikið að Erna konan hans gerði hvað hún gat til að eiga flugvaktir sem pössuðu við skólahelgar, þannig að saman gætu þau deilt álaginu með heimili og börn. „Það skiptir bara miklu þegar fólk tekur ákvörðun um svona nám að muna að þetta er verkefni og tímabil sem klárast,“ segir Kristján um álagið sem getur myndast á fjölskyldur þegar fólk ákveður að fara í nám samhliða starfi og heimilisrekstri. Kristján segir námið og áfangana hafa hentað sér sérstaklega vel í HR. Því þar er námið sett upp í lotum með blöndu af innlendum og erlendum kennurum sem hafa góða þekkingu og góða tengingu við atvinnulífið. Það hafi honum fundist góð gulrót. Þá hafi það verið hvetjandi hversu mikinn áhuga kennarar sýndu almennt verkefnum nemenda mikinn áhuga og tengdu það við námsefni, sem aftur gaf náminu enn meiri vídd. „Þannig að mínu mati passar námið vel fyrir fólk með fjölskyldu og í vinnu, þar sem maður getur stýrt hraðanaum sjálfur og tengt það við daglegavinnu. Það kom mér líka þægilega á óvart að mikið af fólkinu var á mínum aldri, þannig að maður var ekkert endilega eini „gamli gaurinn.““
Starfsframi Skóla - og menntamál Góðu ráðin Tengdar fréttir Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57
„Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00
Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00
Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00