Rebekka Karlsdóttir nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2022 19:34 Kosið var um forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á fundi SHÍ í kvöld. Rebekka Karlsdóttir var í kvöld kjörin nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í kvöld voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofa SHÍ en réttindaskrifstofan og nýkjörið Stúdentaráð taka formlega til starfa undir lok maí. Rebekka tekur við keflinu af Isabel Alejöndru Diaz, sem hefur setið sem forseti Stúdentaráðs undanfarin tvö ár. „Ég er mjög spennt að taka við keflinu enda eru mörg tækifæri framundan í hagsmunabaráttu stúdenta, má nefna uppbyggingu háskólasvæðisins, ný stefna Háskóla Íslands, endurskoðun lánasjóðskerfisins og samstarf við nýtt ráðuneyti og ráðherra háskólamála,“ segir Rebekka. „Sömuleiðis eru bjartir tímar framundan fyrir félagslífið í Háskólanum eftir 2 ár sem hafa einkennst meira og minna af fjarkennslu og heimaveru,“ segir hún enn fremur. Kosningin fór fram á sérstökum kjörfundi ráðsins en þar voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs. Gréta Dögg Þórisdóttir var þar kjörin varaforseti, Katrín Björk Kristjánsdóttir var kjörinn hagsmunafulltrúi, og María Sól Antonsdóttir var kjörin lánasjóðsfulltrúi. Komið víða við í hagsmunabarátttu stúdenta Að því er kemur fram í tilkynningu um málið mun Rebekka útskrifast með BA gráðu í lögfræði frá HÍ í sumar. Samhliða námi hefur hún starfað sem laganemi hjá BBA/Fjeldco og þar áður starfaði hún sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Síðastliðið ár var Rebekka sviðsráðsforseti á félagsvísindasviði auk þess sem hún sat í stjórn Stúdentaráðs og stjórn Félagsvísindasviðs. Hún hefur einnig setið sem fulltrúi stúdenta í kennslumálanefnd háskólaráðs og verið varafulltrúi í Stúdentaráði fyrir verkfræði- og náttúruvísindasvið. Þá hefur hún verið forseti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Háskólar Hagsmunir stúdenta Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Rebekka tekur við keflinu af Isabel Alejöndru Diaz, sem hefur setið sem forseti Stúdentaráðs undanfarin tvö ár. „Ég er mjög spennt að taka við keflinu enda eru mörg tækifæri framundan í hagsmunabaráttu stúdenta, má nefna uppbyggingu háskólasvæðisins, ný stefna Háskóla Íslands, endurskoðun lánasjóðskerfisins og samstarf við nýtt ráðuneyti og ráðherra háskólamála,“ segir Rebekka. „Sömuleiðis eru bjartir tímar framundan fyrir félagslífið í Háskólanum eftir 2 ár sem hafa einkennst meira og minna af fjarkennslu og heimaveru,“ segir hún enn fremur. Kosningin fór fram á sérstökum kjörfundi ráðsins en þar voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs. Gréta Dögg Þórisdóttir var þar kjörin varaforseti, Katrín Björk Kristjánsdóttir var kjörinn hagsmunafulltrúi, og María Sól Antonsdóttir var kjörin lánasjóðsfulltrúi. Komið víða við í hagsmunabarátttu stúdenta Að því er kemur fram í tilkynningu um málið mun Rebekka útskrifast með BA gráðu í lögfræði frá HÍ í sumar. Samhliða námi hefur hún starfað sem laganemi hjá BBA/Fjeldco og þar áður starfaði hún sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Síðastliðið ár var Rebekka sviðsráðsforseti á félagsvísindasviði auk þess sem hún sat í stjórn Stúdentaráðs og stjórn Félagsvísindasviðs. Hún hefur einnig setið sem fulltrúi stúdenta í kennslumálanefnd háskólaráðs og verið varafulltrúi í Stúdentaráði fyrir verkfræði- og náttúruvísindasvið. Þá hefur hún verið forseti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira