Í tilkynningu segir að á vefstefnunni, sem sé um tuttugu mínútur, verði kynntar niðurstöður rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hafi unnið fyrir Félag lesblindra á Íslandi, þar sem sjónum sé beint að tengslum lesblindu og kvíða.
„Þetta er viðamikil könnun á námi, líðan og fleiru meðal ellefu þúsund nemenda á unglingastigi í grunnskólum landsins.
Leitað er svara við því hvort og hvernig lesblinda eða lestrarörðugleikar ungmenna hafi áhrif á frammistöðu í námi. Hefur það áhrif á sjálfsmat og sjálfsöryggi þeirra? Finna þau sem eiga við lestrarörðugleika að stríða frekar fyrir andlegri vanlíðan og kvíða, heldur en jafnaldrar þeirra?
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Á vefstefnunni koma fram:
- Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi;
- Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands;
- Ásdís Aðalbjörg Arnalds verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands;
- Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík;
- Guðmundur Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi.
- Kynnir er Davíð Stefánsson.