Taíland

Fréttamynd

Móðgaði kónginn með gúmmí­anda­daga­tali

Taílenskur karlmaður hefur verið dæmur í tveggja ára fangelsi yfir að selja dagatöl með gúmmíöndum sem klæddar voru í konungsgersemar ríkisins. Athæfið telst ærumeiðing gegn konungsfjölskyldu ríkisins. 

Erlent
Fréttamynd

Einn úr á­höfn taí­lenska her­skipsins fannst á lífi

Björgunarlið fann einn sjóliða úr áhöfn taílensks herskips á lífi í gær, um hálfum sólarhring eftir að það sökk á aðfaranótt mánudags. Á þriðja tug manna er enn saknað en yfirvöld viðurkenna að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti um borð í skipinu.

Erlent
Fréttamynd

Ólýsanleg sorg þegar foreldrar sáu börnin sín eftir árásina

Fjölskyldur barnanna sem létust í skotárás á leikskóla í Taílandi í gær voru óhuggandi þegar þeir sáu kistur barna sinna í dag. Stjórnmálamenn, þar á meðal forsætisráðherra Taílands, lögðu blóm að leikskólanum og konungshjónin munu heimsækja særða í dag. Af þeim 36 sem létust voru að minnsta kosti 24 börn. 

Erlent
Fréttamynd

Segja for­sætis­ráð­herrann mega sitja á­fram

Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherranum Prayuth Chan-ocha sé heimilt að sitja áfram í embætti. Deilur hafa staðið um hvort hann hafi setið lengur í embætti en lög landsins gera ráð fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Fegurðar­drottning föst á flug­velli

Mjanmarska fegurðardrottningin Han Lay hefur nú verið föst á flugvellinum í Bangkok í þrjá daga. Hún fær ekki að komast út af flugvellinum nema hún fljúgi til Mjanmar. Hún óttast að hún verði handtekin þar fyrir að hafa mótmælt herstjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir að hæðast að drottningunni

Taílenskur aðgerðasinni var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að mótmæla á götum Bangkok, klæddur sem drottningin. Dómurinn mat það sem svo að aðgerðasinninn hafi verið að hæðast að drottningunni með því að klæðast sem hún.

Erlent
Fréttamynd

Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi.

Innlent
Fréttamynd

Fíll braust inn á heimili í Taílandi

Ratchadawan Puengprasoppon vaknaði upp við mikinn skarkala á heimili sínu í Taílandi á laugardaginn. Þegar hún fór fram kom hún auga á stærðarinnar fíl sem hafði brotist inn til hennar.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna

Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi.

Erlent
Fréttamynd

Vilj­a rík­i­dæm­i kon­ungs­ins í rík­is­sjóð

Þúsundir mótmælenda komu saman í Bangkok í dag til að mótmæla því að auðæfi konungs landsins væru ekki hluti af ríkissjóði. Umfangsmikil mótmæli í landinu á undanförnum mánuðum hafa að miklu leyti beinst að konuginum, sem ólöglegt er að gagnrýna samkvæmt lögum.

Erlent
Fréttamynd

Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns

Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Nú er að koma í ljós að ekki er um ketamín að ræða.

Erlent