Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 06:52 Paetongtarn Shinawatra bíða krefjandi verkefni en meðal þeirra er að halda embættinu, sem hefur reynst fjölskyldunni erfitt. AP/Sakchai Lalit Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. Alls greiddu 319 atkvæði með því að útnefna Paetontgtarn forsætisráðherra og 145 gegn. Hún er fjórða manneskjan úr Shinawatra fjölskyldunni til að setjast í embættið en hin þrjú, þeirra á meðal faðir hennar Thaksin og frænka hennar Yingluck, voru hrakin úr embætti í kjölfar valdaráns eða dómsúrskurða. Fráfarandi forsætisráðherra, Srettha Thavisin, var einnig hrakinn úr embætti með dómsúrskurði eftir að dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér með því að skipa lögmann sem hafði setið í fangelsi í ríkisstjórn sína. Paetongtarn sagði í samtali við blaðamenn í gær að hún harmaði brotthvarf Srettha en þau tilheyra sama flokki. Paetongtarn ásamt föður sínum á flugvelli í Bangkok í fyrra.AP/Sakchai Lalit Paetongtarn gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi, áður en hún hóf störf hjá Rende hótelsamsteypunni, sem er í eigu fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar starfar einnig hjá Rende. Hún gekk í Pheu Thai flokkinn árið 2021 og var útnefnd leiðtogi flokksins árið 2023. Thaksin var í júní ákærður fyrir að vanvirða konungveldið en samkvæmt BBC hefur ákvörun dómstóla um að koma Srettha frá verið túlkuð sem viðvörun til Thaksin um að halda sig á mottunni. Thaksin, sem snéri aftur til Taílands í fyrra eftir 15 ára útlegð, er enn sagður hafa tögl og hagldir í Pheu Thai. Taíland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Alls greiddu 319 atkvæði með því að útnefna Paetontgtarn forsætisráðherra og 145 gegn. Hún er fjórða manneskjan úr Shinawatra fjölskyldunni til að setjast í embættið en hin þrjú, þeirra á meðal faðir hennar Thaksin og frænka hennar Yingluck, voru hrakin úr embætti í kjölfar valdaráns eða dómsúrskurða. Fráfarandi forsætisráðherra, Srettha Thavisin, var einnig hrakinn úr embætti með dómsúrskurði eftir að dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér með því að skipa lögmann sem hafði setið í fangelsi í ríkisstjórn sína. Paetongtarn sagði í samtali við blaðamenn í gær að hún harmaði brotthvarf Srettha en þau tilheyra sama flokki. Paetongtarn ásamt föður sínum á flugvelli í Bangkok í fyrra.AP/Sakchai Lalit Paetongtarn gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi, áður en hún hóf störf hjá Rende hótelsamsteypunni, sem er í eigu fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar starfar einnig hjá Rende. Hún gekk í Pheu Thai flokkinn árið 2021 og var útnefnd leiðtogi flokksins árið 2023. Thaksin var í júní ákærður fyrir að vanvirða konungveldið en samkvæmt BBC hefur ákvörun dómstóla um að koma Srettha frá verið túlkuð sem viðvörun til Thaksin um að halda sig á mottunni. Thaksin, sem snéri aftur til Taílands í fyrra eftir 15 ára útlegð, er enn sagður hafa tögl og hagldir í Pheu Thai.
Taíland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira