Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 06:52 Paetongtarn Shinawatra bíða krefjandi verkefni en meðal þeirra er að halda embættinu, sem hefur reynst fjölskyldunni erfitt. AP/Sakchai Lalit Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. Alls greiddu 319 atkvæði með því að útnefna Paetontgtarn forsætisráðherra og 145 gegn. Hún er fjórða manneskjan úr Shinawatra fjölskyldunni til að setjast í embættið en hin þrjú, þeirra á meðal faðir hennar Thaksin og frænka hennar Yingluck, voru hrakin úr embætti í kjölfar valdaráns eða dómsúrskurða. Fráfarandi forsætisráðherra, Srettha Thavisin, var einnig hrakinn úr embætti með dómsúrskurði eftir að dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér með því að skipa lögmann sem hafði setið í fangelsi í ríkisstjórn sína. Paetongtarn sagði í samtali við blaðamenn í gær að hún harmaði brotthvarf Srettha en þau tilheyra sama flokki. Paetongtarn ásamt föður sínum á flugvelli í Bangkok í fyrra.AP/Sakchai Lalit Paetongtarn gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi, áður en hún hóf störf hjá Rende hótelsamsteypunni, sem er í eigu fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar starfar einnig hjá Rende. Hún gekk í Pheu Thai flokkinn árið 2021 og var útnefnd leiðtogi flokksins árið 2023. Thaksin var í júní ákærður fyrir að vanvirða konungveldið en samkvæmt BBC hefur ákvörun dómstóla um að koma Srettha frá verið túlkuð sem viðvörun til Thaksin um að halda sig á mottunni. Thaksin, sem snéri aftur til Taílands í fyrra eftir 15 ára útlegð, er enn sagður hafa tögl og hagldir í Pheu Thai. Taíland Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Alls greiddu 319 atkvæði með því að útnefna Paetontgtarn forsætisráðherra og 145 gegn. Hún er fjórða manneskjan úr Shinawatra fjölskyldunni til að setjast í embættið en hin þrjú, þeirra á meðal faðir hennar Thaksin og frænka hennar Yingluck, voru hrakin úr embætti í kjölfar valdaráns eða dómsúrskurða. Fráfarandi forsætisráðherra, Srettha Thavisin, var einnig hrakinn úr embætti með dómsúrskurði eftir að dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér með því að skipa lögmann sem hafði setið í fangelsi í ríkisstjórn sína. Paetongtarn sagði í samtali við blaðamenn í gær að hún harmaði brotthvarf Srettha en þau tilheyra sama flokki. Paetongtarn ásamt föður sínum á flugvelli í Bangkok í fyrra.AP/Sakchai Lalit Paetongtarn gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi, áður en hún hóf störf hjá Rende hótelsamsteypunni, sem er í eigu fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar starfar einnig hjá Rende. Hún gekk í Pheu Thai flokkinn árið 2021 og var útnefnd leiðtogi flokksins árið 2023. Thaksin var í júní ákærður fyrir að vanvirða konungveldið en samkvæmt BBC hefur ákvörun dómstóla um að koma Srettha frá verið túlkuð sem viðvörun til Thaksin um að halda sig á mottunni. Thaksin, sem snéri aftur til Taílands í fyrra eftir 15 ára útlegð, er enn sagður hafa tögl og hagldir í Pheu Thai.
Taíland Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira