Lífið

Eiður Smári nýtur lífsins í Taí­landi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rándýrt holl á stórkostlegum golfvelli þeirra Taílendinga.
Rándýrt holl á stórkostlegum golfvelli þeirra Taílendinga. Gunnlaugur Elsuson

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er meðal fjölmargra Íslendinga sem nýtir tækifærið yfir háveturinn og leitar í sól og sumaryl. Hann skellir sér þó ekki til Tenerife eins og flestir heldur nýtur hann lífsins í Taílandi.

Eiður Smári birti myndband af sér á Black Mountain Golf vellinum í Taílandi í gær. Völlurinn er margverðlaunaður og hefur undanfarin ár bæði verið valinn besti golfvöllur Asíu og besti golfvöllur í Taílandi.

Eiður Smári er í einkar góðum félagsskap. Páll Svavar Pálsson læknir, Ingvar Svendsen veitingamaður og Gunnlaugur Elsuson eigandi Birdie.is eru sömuleiðis með kylfuna í hönd. Gunnlaugur er að heimsækja völlinn í þriðja sinn.

Svo er bara að sjá hvort einhver fjórmenninganna fer holu í höggi.


Tengdar fréttir

Flúðu íslenska veturinn og njóta í fiskimannaþorpi

Hjónin Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem hafa marga fjöruna sopið í fjölmiðlum í gegnum áratugina njóta lífsins þessar vikurnar á Tenerife. Þó ekki á sundlaugabakknum að taka tásumyndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×