Innlent

Grétar Snær höfuðkúpu­brotnaði í Taí­landi

Jakob Bjarnar skrifar
Þeir bræður, Grétar Snær og Andri Geir, eru nú komnir heim eftir að hafa lent í miklum hremmingum í Taílandi.
Þeir bræður, Grétar Snær og Andri Geir, eru nú komnir heim eftir að hafa lent í miklum hremmingum í Taílandi. vísir

Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Þar voru þeir bræður í menningarreisu en þurftu að vera þar lengur en til stóð því þeir munu hafa lent í því að hafa verið byrlað og svo lamdir illa með þeim afleiðingum að Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði.

Vísir náði að ræða stuttlega við Grétar Snæ og sagðist hann hafa komið heim fyrir tveimur dögum. En Grétar er knattspyrnumaður í FH.

„Ég er að drepast. Já, þetta var svakalegt en nú verð ég að sofa og svona.“

Greinilegt var að það kostaði hann áreynslu að tala við blaðamann en hann var að fara að hitta lækni. Það á ekki af Grétari að ganga en í sumar braut hann þrjú rifbein í leik gegn Vestra á Ísafirði eftir harkaleg viðskipti við Ibra Balde leikmann Vestra.

Ekki náðist í Andra Geir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum Vísis verður öll þessi svakalega hremmingasagan gerð upp í Steve Dagskrá á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×