Sádi-Arabía

Fréttamynd

Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Erlent
Fréttamynd

„Ekki gera það, þið munuð kæfa mig“

Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu

Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Erlent
Fréttamynd

Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu

Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Kalla starfsmenn heim frá Írak

Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta.

Erlent
Fréttamynd

Hútar gerðu drónaárásir í Sádi-Arabíu

Mikil spenna er nú á svæðinu en Bandaríkjamenn ákváðu nýlega að senda flugmóðurskip í Persaflóann auk þess sem bætt hefur verið í flota sprengjuflugvéla þeirra á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump hættir ekki stuðningi við Sáda

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu.

Erlent