Olíuverð hækkar í kjölfar árása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 23:41 Olíuverð á heimsmarkaði fer nú hækkandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. vísir/ap Olíuverð hefur hækkað um allt að 20 prósent í kjölfar drónaárása á tvær af stærstu olíuvinnslustöðvum Sádi-Arabíu. Tunnan af Brent-hráolíu kostar nú rétt tæplega 68 Bandaríkjadollara, en á föstudag var verðið nokkrum sentum yfir 60 dollara markinu. Hæst fór tunnan í 71,95 dollara. Þá hefur Vestur Texas-hráolía einnig hækkað um 16 prósent, eða upp í 63,60 dollara. Washington Post hefur eftir sérfræðingi í olíumarkaðnum að búast megi við meiri hækkunum á næstu dögum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú gefið grænt ljós á að seilst verði í varaolíubirgðir Bandaríkjanna vegna ástandsins sem ríkir á olíumarkaði vegna árásanna. Þessu lýsti hann yfir á Twitter fyrr í kvöld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikið magn verður tekið úr birgðinum til þess að bregðast við hækkununum.Based on the attack on Saudi Arabia, which may have an impact on oil prices, I have authorized the release of oil from the Strategic Petroleum Reserve, if needed, in a to-be-determined amount.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019 Trump tísti stuttu síðar stuttri orðsendingu þar sem hann gefur í skyn að Bandaríkin búi yfir nóg af olíu til þess að tækla þann vanda sem upp er kominn vegna árásanna. „HELLINGUR AF OLÍU!“ tísti forsetinn.PLENTY OF OIL! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019 Olíuvinnslustöðvarnar tvær sem ráðist var á eru í eigu sádiarabíska ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri framleiðir alla jafna um eitt prósent allra olíubirgða heims. Uppreisnarhópar Húta frá Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum en Bandaríkjamenn telja Írani standa að baki árásunum. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar alfarið hafnað nokkurs konar aðild að árásunum. Bandaríkin Bensín og olía Donald Trump Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð hefur hækkað um allt að 20 prósent í kjölfar drónaárása á tvær af stærstu olíuvinnslustöðvum Sádi-Arabíu. Tunnan af Brent-hráolíu kostar nú rétt tæplega 68 Bandaríkjadollara, en á föstudag var verðið nokkrum sentum yfir 60 dollara markinu. Hæst fór tunnan í 71,95 dollara. Þá hefur Vestur Texas-hráolía einnig hækkað um 16 prósent, eða upp í 63,60 dollara. Washington Post hefur eftir sérfræðingi í olíumarkaðnum að búast megi við meiri hækkunum á næstu dögum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú gefið grænt ljós á að seilst verði í varaolíubirgðir Bandaríkjanna vegna ástandsins sem ríkir á olíumarkaði vegna árásanna. Þessu lýsti hann yfir á Twitter fyrr í kvöld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikið magn verður tekið úr birgðinum til þess að bregðast við hækkununum.Based on the attack on Saudi Arabia, which may have an impact on oil prices, I have authorized the release of oil from the Strategic Petroleum Reserve, if needed, in a to-be-determined amount.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019 Trump tísti stuttu síðar stuttri orðsendingu þar sem hann gefur í skyn að Bandaríkin búi yfir nóg af olíu til þess að tækla þann vanda sem upp er kominn vegna árásanna. „HELLINGUR AF OLÍU!“ tísti forsetinn.PLENTY OF OIL! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019 Olíuvinnslustöðvarnar tvær sem ráðist var á eru í eigu sádiarabíska ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri framleiðir alla jafna um eitt prósent allra olíubirgða heims. Uppreisnarhópar Húta frá Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum en Bandaríkjamenn telja Írani standa að baki árásunum. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar alfarið hafnað nokkurs konar aðild að árásunum.
Bandaríkin Bensín og olía Donald Trump Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44