Þá hefur Vestur Texas-hráolía einnig hækkað um 16 prósent, eða upp í 63,60 dollara. Washington Post hefur eftir sérfræðingi í olíumarkaðnum að búast megi við meiri hækkunum á næstu dögum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú gefið grænt ljós á að seilst verði í varaolíubirgðir Bandaríkjanna vegna ástandsins sem ríkir á olíumarkaði vegna árásanna. Þessu lýsti hann yfir á Twitter fyrr í kvöld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikið magn verður tekið úr birgðinum til þess að bregðast við hækkununum.
Based on the attack on Saudi Arabia, which may have an impact on oil prices, I have authorized the release of oil from the Strategic Petroleum Reserve, if needed, in a to-be-determined amount....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019
Trump tísti stuttu síðar stuttri orðsendingu þar sem hann gefur í skyn að Bandaríkin búi yfir nóg af olíu til þess að tækla þann vanda sem upp er kominn vegna árásanna.
„HELLINGUR AF OLÍU!“ tísti forsetinn.
PLENTY OF OIL!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019
Olíuvinnslustöðvarnar tvær sem ráðist var á eru í eigu sádiarabíska ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri framleiðir alla jafna um eitt prósent allra olíubirgða heims.
Uppreisnarhópar Húta frá Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum en Bandaríkjamenn telja Írani standa að baki árásunum. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar alfarið hafnað nokkurs konar aðild að árásunum.