Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2019 15:55 Olíuverð hækkaði um allt að 20% í kjölfar árásanna í Sádi-Arabíu en hækkunin hefur síðan gengið til baka. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn segjast hafa staðsett uppruna loftárása á sádiarabískar olíulindir um helgina í sunnanverðu Íran við norðanverðan Persaflóa. Loftvarnir Sáda hafi ekki stöðvað dróna og flugskeyti sem var skotið þaðan því þeim sé beint til suðurs til að koma í veg fyrir árás frá Jemen. Tvær af stærstu olíulindum Sáda urðu fyrir loftárásum á laugardag. Uppreisnarmenn Húta í Jemen, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda, lýstu yfir ábyrgð á árásunum en bandarísk stjórnvöld sökuðu strax Írani um að standa að þeim. Stjórnvöld í Teheran hafna því alfarið.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fréttir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur eftir bandarískum embættismönnum að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að drónarnir og flugskeytin hafi komið frá sunnanverðu Íran. Bandarík stjórnvöld hafa aðstoðað Sáda við að rannsaka leifar flugskeyta sem var skotið á olíulindirnar um helgina. New York Times segir að þeir vonist til þess að stýrikerfi þeirra varpi ljósi á uppruna þeirra og flugleið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur hikað við að kenna Írönum beint um árásina. Hann hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni koma Sádum til aðstoðar í mögulegum viðbrögðum þeirra við árásunum. Spurður að því í gær hvort hann hefði lofað Sádum vernd neitaði Trump því og sagði það vera samkomulagsmál. Sádar vilji vernd en árásin hafi beinst að Sádi-Arabíu en ekki Bandaríkjunum. Lýsti Trump þó þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að koma Sádum til aðstoðar vegna þess hversu mikið þeir hefðu fjárfest vestanhafs undanfarin ár og skapað mörg störf „Sádi-Arabía greiðir í reiðufé. Þeir hafa hjálpað okkur út frá störfum og öllum hinum hlutunum og þeir hafa í raun hjálpað okkur,“ sagði Trump og bar Sáda þar saman við ónefndar aðrar þjóðir sem hann sagði aðeins vilja fá hagstæð lán frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandarískir embættismenn segjast hafa staðsett uppruna loftárása á sádiarabískar olíulindir um helgina í sunnanverðu Íran við norðanverðan Persaflóa. Loftvarnir Sáda hafi ekki stöðvað dróna og flugskeyti sem var skotið þaðan því þeim sé beint til suðurs til að koma í veg fyrir árás frá Jemen. Tvær af stærstu olíulindum Sáda urðu fyrir loftárásum á laugardag. Uppreisnarmenn Húta í Jemen, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda, lýstu yfir ábyrgð á árásunum en bandarísk stjórnvöld sökuðu strax Írani um að standa að þeim. Stjórnvöld í Teheran hafna því alfarið.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fréttir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur eftir bandarískum embættismönnum að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að drónarnir og flugskeytin hafi komið frá sunnanverðu Íran. Bandarík stjórnvöld hafa aðstoðað Sáda við að rannsaka leifar flugskeyta sem var skotið á olíulindirnar um helgina. New York Times segir að þeir vonist til þess að stýrikerfi þeirra varpi ljósi á uppruna þeirra og flugleið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur hikað við að kenna Írönum beint um árásina. Hann hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni koma Sádum til aðstoðar í mögulegum viðbrögðum þeirra við árásunum. Spurður að því í gær hvort hann hefði lofað Sádum vernd neitaði Trump því og sagði það vera samkomulagsmál. Sádar vilji vernd en árásin hafi beinst að Sádi-Arabíu en ekki Bandaríkjunum. Lýsti Trump þó þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að koma Sádum til aðstoðar vegna þess hversu mikið þeir hefðu fjárfest vestanhafs undanfarin ár og skapað mörg störf „Sádi-Arabía greiðir í reiðufé. Þeir hafa hjálpað okkur út frá störfum og öllum hinum hlutunum og þeir hafa í raun hjálpað okkur,“ sagði Trump og bar Sáda þar saman við ónefndar aðrar þjóðir sem hann sagði aðeins vilja fá hagstæð lán frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15