Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2019 09:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. Í tísti sagði forsetinn að Bandaríkin teldu sig vita hverjir hefðu framkvæmt umrædda árás og þeir væru til í slaginn, yrði það sannreynt. Þó væri verið að bíða eftir upplýsingum frá Sádi-Arabíu. Aðrir embættismenn hafa sakað Íran um árásina en Trump tók það ekki fram í tísti sínu.Olíuverð hefur tekið stökk í kjölfar árásarinnar. Sádar hafa þó staðhæft að birgðir þeirra muni halda sölugetu þeirra uppi á meðan viðgerðir fara fram. Sérfræðingar segja þó að viðgerðir gætu tekið marga mánuði.Sjá einnig: Olíuverð snarhækkaði í AsíuHútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en embættismenn í Bandaríkjunum, sem rætt hafa við fjölmiðla ytra segja umfang árásarinnar gefa til kynna að Hútar hafi ekki getað gert hana. Þá segja þeir árásina hafa komið úr norðri eða norðvestri en Jemen, þar sem Hútar eiga í átökum við fylkingar studdar af Sádi-Arabíu er suður af konungsríkinu.Stefnan gefur í skyn að árásin hafi komið frá Íran eða Írak, þar sem Íranar eru umsvifamiklir og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Írak, í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni neitar hann því að árásin hafi verið framkvæmd frá Írak.Gervihnattarmyndir gefa til kynna að árásin hafi komið úr norðri eða norðvestri.AP/Ríkisstjórn BNA/Digital GlobeÍranar hafa lengi verið sakaðir um að sjá Hútum um ýmiskonar vopn og þar á meðal langdrægar eldflaugar sem skotið hefur verið frá Jemen og að Sádi-Arabíu. Yfirvöld Íran þvertaka þó fyrir að hafa komið að árásinni. Bandaríkin birtu í gær gervihnattarmyndir sem sýna umfang árásanna og að minnst sautján skotmörg hafi orðið fyrir skemmdum. Talið er að fjöldi dróna hafi verið notaður til árásarinnar og mögulega einhverjar eldflaugar líka. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja gervihnattarmyndir sýna að miklar skemmdir hafi verið unnar á mikilvægum búnaði í vinnslustöðinni og svo virðist sem hún hafi verið skipulögð til að valda sem mestum skaða. Endurbyggja þurfi hluta stöðvarinnar og viðmælandi AP sagði að sá tími sem viðgerðir stæðu yfir yrði mældur í mánuðum. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Bandaríkin Írak Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. Í tísti sagði forsetinn að Bandaríkin teldu sig vita hverjir hefðu framkvæmt umrædda árás og þeir væru til í slaginn, yrði það sannreynt. Þó væri verið að bíða eftir upplýsingum frá Sádi-Arabíu. Aðrir embættismenn hafa sakað Íran um árásina en Trump tók það ekki fram í tísti sínu.Olíuverð hefur tekið stökk í kjölfar árásarinnar. Sádar hafa þó staðhæft að birgðir þeirra muni halda sölugetu þeirra uppi á meðan viðgerðir fara fram. Sérfræðingar segja þó að viðgerðir gætu tekið marga mánuði.Sjá einnig: Olíuverð snarhækkaði í AsíuHútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en embættismenn í Bandaríkjunum, sem rætt hafa við fjölmiðla ytra segja umfang árásarinnar gefa til kynna að Hútar hafi ekki getað gert hana. Þá segja þeir árásina hafa komið úr norðri eða norðvestri en Jemen, þar sem Hútar eiga í átökum við fylkingar studdar af Sádi-Arabíu er suður af konungsríkinu.Stefnan gefur í skyn að árásin hafi komið frá Íran eða Írak, þar sem Íranar eru umsvifamiklir og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Írak, í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni neitar hann því að árásin hafi verið framkvæmd frá Írak.Gervihnattarmyndir gefa til kynna að árásin hafi komið úr norðri eða norðvestri.AP/Ríkisstjórn BNA/Digital GlobeÍranar hafa lengi verið sakaðir um að sjá Hútum um ýmiskonar vopn og þar á meðal langdrægar eldflaugar sem skotið hefur verið frá Jemen og að Sádi-Arabíu. Yfirvöld Íran þvertaka þó fyrir að hafa komið að árásinni. Bandaríkin birtu í gær gervihnattarmyndir sem sýna umfang árásanna og að minnst sautján skotmörg hafi orðið fyrir skemmdum. Talið er að fjöldi dróna hafi verið notaður til árásarinnar og mögulega einhverjar eldflaugar líka. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja gervihnattarmyndir sýna að miklar skemmdir hafi verið unnar á mikilvægum búnaði í vinnslustöðinni og svo virðist sem hún hafi verið skipulögð til að valda sem mestum skaða. Endurbyggja þurfi hluta stöðvarinnar og viðmælandi AP sagði að sá tími sem viðgerðir stæðu yfir yrði mældur í mánuðum. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða.
Bandaríkin Írak Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44