Palestína

Fréttamynd

Skila­boð frá ís­lenskri ljós­móður á Gasa

Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi er við störf á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Þar sinnir hún konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Starfið hennar er krefjandi en hún segir að á fæðingardeildinni sjái fólk meiri hamingju en sorg

Innlent
Fréttamynd

Sex­tán drepnir í loft­á­rás á skóla

Að minnsta kosti sextán manns létust í loftárás Ísraela á skóla á Gasa-svæðinu. Ísraelski herinn kveðst hafa hæft hryðjuverkamenn sem hafi komið sér fyrir innan veggja skólans. 

Erlent
Fréttamynd

Tíma­­mót í samninga­við­ræðum en enn langt í land

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að senda teymi samningamanna til að reyna að komast að samkomulagi við Hamas um vopnahlé og frelsun gíslanna sem enn eru í haldi Hamas. Daginn áður sendi Hamas Ísrael svar sitt við friðartillögu forseta Bandaríkjanna sem lögð var fram í maí. 

Erlent
Fréttamynd

Engin gögn bendi til tengsla við Hamas

Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

„Nötur­legt“ ef Barna­sátt­málinn grípur ekki Yazan

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans.

Innlent
Fréttamynd

Yazan vísað úr landi eftir Verslunar­manna­helgi

Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 

Innlent
Fréttamynd

Það er á­kvörðun að beita mann­vonsku

11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann á að vera hér á Ís­landi“

Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Boða til samstöðufundar með Yazan

Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn hafa boðað til samstöðufundar með Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm sem vísa á úr landi. 

Innlent
Fréttamynd

Efndu til gjörnings við Lækjar­torg

Stuðningsmenn Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvahrörnunarsjúkdóm, efndu í dag til gjörnings við Lækjartorg til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun hans úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Gaza - hvað getum við gert?

Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Palestína og Vestur-Sahara – Tvær von­lausar aðskilnaðarhreyfingar

Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki.

Skoðun
Fréttamynd

Segir her­mennina hafa traðkað á skotsárum sínum

Maðurinn sem Ísraelsher festi framan á jeppa hersins í Jenín á Vesturbakkanum á laugardaginn segist hafa verið fyrir framan heimili frænda síns þegar hann varð fyrir skothríð Ísraelshers. Nokkrar klukkustundir hafi liðið þar til hermenn fundu hann liggjandi í jörðinni, og hann segir þá hafa sparkað í skotsár sín og síðar fest hann framan á jeppa hersins. 

Erlent
Fréttamynd

Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa

Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun.

Erlent
Fréttamynd

Hljóp ber­fætt undan sprengjuregninu

Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum.

Erlent
Fréttamynd

„Sjálfhatandi gyðingar“

Þriðja júní 2024 birtist í Morgunblaðinu grein undir yfirskriftinni „Stuðningur við Hamas-hryðjuverkasamtökin“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ég hvet alla að lesa greinina, mér finnst hún vera dæmi um samviskuslappan mann, sem er rótfastur í áráttu rangtúlkana og meinbægni.

Skoðun
Fréttamynd

Tæp­lega tvö hundruð úr sömu fjöl­skyldu drepin

Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar.

Erlent
Fréttamynd

Palestínu­fánar í Mos­fells­bæ vekja upp mis­góð við­brögð

Í gær birti Hanna Símonardóttir mynd á X, áður Twitter, þar sem sjá má nokkra Palestínufána blakta ásamt fána með merki Mosfellsbæjar og íslenska fánanum. Yfirskrift Hönnu var „dagurinn sem Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar“, en færslan hefur vakið misgóð viðbrögð.

Innlent
Fréttamynd

Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði

Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið.

Erlent
Fréttamynd

Með lygina að vopni

Föstudaginn 22. mars síðast liðinn voru 137 manns drepnir á hljómleikum í Moskvu. Byggingin var eyðilögð.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­víst með af­drif vopna­hlés­til­lögunnar

Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum.

Erlent