Ísrael

Fréttamynd

Ísrael rífur niður palestínsk heimili

Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum

Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Boðað til kosninga vegna stjórnarkreppu

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra gat ekki myndað nýja ríkisstjórn og því ákvað þingið að boða til kosninga á ný. Með meirihluta gæti Netanjahú fengið friðhelgi gegn væntanlegri spillingarákæru. Kosið á ný í september.

Erlent
Fréttamynd

Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara

Aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló telur Eurovision ekki hafa verið réttan vettvang fyrir Hatara til þess að tjá pólitískar skoðanir sínar. Hann segir sendiráðið trúa á tjáningarfrelsið og ekki eiga í vandræðum með gagnrýni Hatar

Innlent
Fréttamynd

Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp.

Innlent
Fréttamynd

Engar athugasemdir komið frá Ísrael

Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision

Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn.

Lífið