Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 10:49 Í skilaboðunum er sérstaklega talað um að Írak sé í stöðu til að hafa áhrif. Getty/NurPhoto/Morteza Nikoubazl „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Í skilaboðunum segir meðal annars að Írak sé mikilvægt ríki á svæðinu og geti sem slíkt gengt lykilhlutverki í að þrýsta á Bandaríkin og „hernámsstjórnina“ um að stöðva blóðbaðið á Gasa og breyta nálgun sinni gagnvart Arabaríkjunum. „Bandaríkin eru vitorðsmaður Zíonistana í glæpum þeirra gegn Gasa. Án vopna og pólitísks stuðnings munu stjórnvöld Zíonista ekki geta haldið áfram,“ segir í skilaboðunum. Þá segir að því lengur sem stríðið standi yfir því augljósari verði hlutdeild Bandaríkjamanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um nágrannaríki Ísrael og Palestínu síðustu daga, bæði til að freista þess að forða því að yfirstandandi átök breiðist út og til að tala fyrir mannúðarhléi. Ísraelsmenn sæta auknum þrýstingi um að láta af hernaði sínum á Gasa en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks um að flýja suður þar sem hernaðaraðgerðir standi yfir í norðurhlutanum, eru enn gerðar árásir á suðurhlutann. Forsvarsmenn margra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað var eftir tafaralausu vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá birtu samtökin færslu á X/Twitter í morgun þar sem greint var frá því að eitt barn létist og tvö særðust á tíu mínútna fresti. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Í skilaboðunum segir meðal annars að Írak sé mikilvægt ríki á svæðinu og geti sem slíkt gengt lykilhlutverki í að þrýsta á Bandaríkin og „hernámsstjórnina“ um að stöðva blóðbaðið á Gasa og breyta nálgun sinni gagnvart Arabaríkjunum. „Bandaríkin eru vitorðsmaður Zíonistana í glæpum þeirra gegn Gasa. Án vopna og pólitísks stuðnings munu stjórnvöld Zíonista ekki geta haldið áfram,“ segir í skilaboðunum. Þá segir að því lengur sem stríðið standi yfir því augljósari verði hlutdeild Bandaríkjamanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um nágrannaríki Ísrael og Palestínu síðustu daga, bæði til að freista þess að forða því að yfirstandandi átök breiðist út og til að tala fyrir mannúðarhléi. Ísraelsmenn sæta auknum þrýstingi um að láta af hernaði sínum á Gasa en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks um að flýja suður þar sem hernaðaraðgerðir standi yfir í norðurhlutanum, eru enn gerðar árásir á suðurhlutann. Forsvarsmenn margra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað var eftir tafaralausu vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá birtu samtökin færslu á X/Twitter í morgun þar sem greint var frá því að eitt barn létist og tvö særðust á tíu mínútna fresti.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira