Belgía

Fréttamynd

Afléttingar víða í Evrópu

Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett.

Erlent
Fréttamynd

Belgískur bóndi færði landamærin að Frakklandi

Landamæri Belgíu og Frakklands sem voru mörkuð á fyrri hluta 19. aldar voru færð um rúmlega tvo metra nýlega. Belgískur bóndi sem var þreyttur á að steinn sem varðaði landamærin flæktist fyrir dráttarvélinni hans færði hann og stækkaði þannig heimaland sitt örlítið á kostnað Frakklands.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefnið frá AstraZeneca aðeins til yngri en 55 ára í Belgíu

Eftirlitsaðilar í Belgíu hafa mælt með því að Covid-19 bóluefnið frá AstraZeneca verði aðeins gefið einstaklingum undir 55 ára, að svo stöddu. Heilbrigðisráðherrann belgíski segir að verið sé að yfirfara bólusetningaráætlun landsins, þar sem stjórnvöld höfðu reitt sig á umrætt bóluefni.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri hundruð mót­mælendur hand­teknir víða um Evrópu

Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla.

Erlent
Fréttamynd

Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni

Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Evrópskir ráðamenn neituðu að hitta Pompeo

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti í skyndi við síðustu embættisferð sína í dag, eftir að ráðamenn og embættismenn í Evrópusambandsinu neituðu að hitta hann. Ástæðan er sögð vera árásin á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku og aðkoma Donalds Trump, forseta, að henni.

Erlent
Fréttamynd

Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu

Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Banna flug frá Bret­landi vegna nýja af­brigðisins

Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Fréttamynd

Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu

Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút.

Erlent
Fréttamynd

Dauðsföll í Evrópu komin yfir 250.000

Fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum fór yfir 250.000 manns í Evrópu í dag og varð álfan þar með annar heimshlutinn til að fara yfir þann þröskuld. Metfjöldi nýrra smita hefur greinst í Evrópu undanfarnar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Belgar í basli vegna Covid

Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir.

Erlent
Fréttamynd

Laun­dóttir Alberts II orðin prinsessa

Belgíska listakonan Delphine Boël, sem barist hefur fyrir því undanfarin sjö ár fyrir dómstólum að fá það viðurkennt að Albert II, fyrrverandi konungur Belgíu, sé faðir hennar var í dag krýnd sem prinsessa af Belgíu.

Erlent