Brasilía

Fréttamynd

Bolsonaro á batavegi

Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro er á batavegi eftir að hann var stunginn á framboðsfundi á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins

Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið.

Erlent
Fréttamynd

Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó

Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins.

Erlent
Fréttamynd

Pence „eitruð naðra“ i augum Maduro

Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem "eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Pálmaolían slæm en aðrir valkostir enn verri

Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda.

Erlent
Fréttamynd

Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð

Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða.

Erlent
Fréttamynd

Mál Svedda eru enn í rannsókn

Mál Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann situr enn í varðhaldi vegna málsins og óvíst er hvort og þá hvenær hann verður framseldur til Spánar vegna eldri dóms, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti

"Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn.

Innlent