Slökkvilið

Fréttamynd

Plastið hefur áhrif á heilsu slökkviliðsmanna

Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins.

Innlent
Fréttamynd

Aleigan brann á hálftíma

Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldan í áfalli eftir altjón í eldsvoða

Altjón varð í íbúð í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti í gærkvöldi eftir að þar kviknaði í út frá potti á eldavél. Fjögurra manna fjölskylda sem þar býr var að koma heim þegar hún varð vör við eldinn. Fjölskyldufaðirinn hjálpaði fólki úr öðrum íbúðum út og fékk snert af reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í út frá potti á eldavél

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Alelda sumarbústaður í Brekkuskógi

Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu vinna nú að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í sumarhúsi í Brekkuskógi á öðrum tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli

Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli.

Innlent
Fréttamynd

Fjórhjólaslys við Botnssúlur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ásamt björgunarsveit Árnessýslu og sjúkraflutningaliðs þaðan er á leiðinni upp í Botnssúlur vegna fjórhjólaslyss.

Innlent
Fréttamynd

Vaðlaheiðargöng opnuð aftur eftir brunann

Eldur kviknaði í bíl austan megin í gangamunna Vaðlaheiðarganga í dag og fyllti mikill reykur göngin. Sprengingar og mikill eldur var í göngunum og gekk slökkviliði vel að ná niðurlögum eldsins.

Innlent