„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 15:38 Katla Marín deilir mynd af Lindu ömmu sinni í uppáhaldsgarðinum hennar að horfa á sólina setjast að kvöldi til. Fjölskyldan eigi endalaust af fallegum minningum í íbúðinni sem hún haldi fast í. Katla Marín Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42
Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31