„Það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2020 18:31 Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Vísir/Vilhelm „Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
„Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38