„Mér líður betur núna en klukkan átta í morgun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2020 10:50 Frá vettvangi í morgun. Þvottahúsið er staðsett í Freyjunesi sem er að finna í norðanverðum bænum. Vísir/Tryggvi Páll Preben Pétursson, sem rekur Grand þvott á Akureyri, þar sem eldur kom upp í morgun, segir að það hafi aðeins liðið um sjö til átta mínútur frá því að öryggiskerfi gerði viðvart um eld í húsnæðinu og þangað til búið var að slökkva eldinn. Tilkynning um að eldur væri laus í þvottahúsinu barst um klukkan átta í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað út. Eldurinn kviknaði í um tvö þúsund fermetra iðnaðarhúsi þar sem ýmisleg starfsemi er, en þvottahúsið Grand þvottur er fyrirferðarmest. Slökkvistarf gekk hins vegar mjög greiðlega. „Mér líður betur núna en klukkan átta en í morgun,“ segir Preben í samtali við Vísi. Hann segir að eldurinn hafi kviknað í iðnaðartölvu sem stýri gufukatli. Um hjartað í þvottahúsinu sé að ræða. Segist Preben hafa fengið þær upplýsingar að töluverður eldur hafi verið í iðnaðartölvunni. Öryggiskerfi fór í gang og gerði mönnum viðvart um eldinn. Frá vettvangi í morgunVísir/Tryggvi Páll „Öryggiskerfið bjargaði því að ekki fór verr,“ segir Preben. Viðbrögð öryggisvarðar, starfsmanna sem mættir voru til vinnu og skjótt viðbragð slökkviliðsins virðast því hafa afstýrt miklu tjóni, auk þeirrar staðreyndar að eldurinn kom upp í um tólf fermetra eldvarnarhólfi, sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Aðspurður um tjón segir Preben að það sé líklega ekki verulegt, en þó eitthvað. Guðs mildi sé þó að engin slys hafi orðið á fólki. Reiknar hann þó með að geta komið starfseminni aftur í gang í dag að einhverju leyti en þegar Vísir náði tali af honum var hann á fullu að vinna í því. Slökkvilið Akureyri Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Tilkynning um að eldur væri laus í þvottahúsinu barst um klukkan átta í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað út. Eldurinn kviknaði í um tvö þúsund fermetra iðnaðarhúsi þar sem ýmisleg starfsemi er, en þvottahúsið Grand þvottur er fyrirferðarmest. Slökkvistarf gekk hins vegar mjög greiðlega. „Mér líður betur núna en klukkan átta en í morgun,“ segir Preben í samtali við Vísi. Hann segir að eldurinn hafi kviknað í iðnaðartölvu sem stýri gufukatli. Um hjartað í þvottahúsinu sé að ræða. Segist Preben hafa fengið þær upplýsingar að töluverður eldur hafi verið í iðnaðartölvunni. Öryggiskerfi fór í gang og gerði mönnum viðvart um eldinn. Frá vettvangi í morgunVísir/Tryggvi Páll „Öryggiskerfið bjargaði því að ekki fór verr,“ segir Preben. Viðbrögð öryggisvarðar, starfsmanna sem mættir voru til vinnu og skjótt viðbragð slökkviliðsins virðast því hafa afstýrt miklu tjóni, auk þeirrar staðreyndar að eldurinn kom upp í um tólf fermetra eldvarnarhólfi, sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Aðspurður um tjón segir Preben að það sé líklega ekki verulegt, en þó eitthvað. Guðs mildi sé þó að engin slys hafi orðið á fólki. Reiknar hann þó með að geta komið starfseminni aftur í gang í dag að einhverju leyti en þegar Vísir náði tali af honum var hann á fullu að vinna í því.
Slökkvilið Akureyri Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira