Ætlaði að æða inn í reykjarmökkinn þegar hún heyrði örvæntingarveinin í hundunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2020 10:21 Erna sést fyrir miðju ásamt Abby, einum hundinum sem brann inni í eldsvoðanum á þriðjudag. Á hinum myndunum sést tjónið á heimilinu og innanstokksmunum vel. Samsett Erna Christiansen, ung kona sem missti sex hunda og aleiguna í eldsvoða í Kópavogi í fyrradag, lýsir hræðilegri geðshræringu og sorg vegna brunans. Hún fylgdist bjargarlaus með heimili sínu brenna og heyrði örvæntingar- og sársaukaveinin í hundunum sex sem brunnu inni. Fjórir hundar Ernu björguðust þó og braggast vel, sem hún kveðst óendanlega þakklát fyrir. Eldurinn kviknaði á heimili Ernu við Arakór í Kópavogi síðdegis á þriðjudag. Fram hefur komið að eldurinn er talinn hafa kviknað út frá lampa, sem tæknideild lögreglu hefur til rannsóknar. Líkt og áður segir brunnu sex hundar inni, þau Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli, og þá varð einnig gríðarlegt tjón á heimilinu, líkt og myndir af vettvangi brunans sem fylgja fréttinni sýna. Hundar Ernu sem ekki náðist að bjarga úr brunanum.Aðsend Misstu húsið á tíu mínútum Erna ræktar hunda af tegundinni Russian toy undir merkjum ræktunarinnar Great Icelandic Toy og voru því margir hundar, þrír aðeins sex vikna gamlir, í húsinu þegar eldurinn kom upp. Erna segir að allt hafi verið með kyrrum kjörum þriðjudaginn örlagaríka. Dagurinn hafi gengið sinn vanagang; um klukkan hálf þrjú síðdegis gaf Erna hundunum sínum að borða og skaust svo með einn þeirra, Lólu, til dýralæknis. En andartaki síðar dundu ósköpin yfir. Hitinn af eldinum bræddi plastið sem búrin eru gerð úr.Úr einkasafni „Um fimm mínútum síðar hringir mamma í sjokki, spyr mig hvar ég sé og segir að það sé kviknað í. Ég sný strax við í algjöru sjokki og bruna heim. Þegar heim er komið hefur reykurinn teygt sig á efri hæðina og allt húsið stútfullt af svörtum reyk,“ segir Erna. „Við misstum húsið okkar á fimm til tíu mínútum. Hvorki mamma né systir mín náðu að fara niður og reyna að slökkva eldinn eða bjarga hundunum.“ Ætlaði að æða inn í reykjarmökkinn Erna segist hafa ætlað að æða inn í reykskýið sem tók á móti henni þegar hún kom aftur að húsinu en móðir hennar hafi haldið aftur af henni. „Mamma náði að stoppa mig áður en ég fór inn í brennandi húsið til að reyna að bjarga skælandi, grátandi og öskrandi hundunum mínum. Ég hefði farið inn en það var bara of seint og það var gott að einhver stoppaði mig,“ segir Erna. Íbúð Ernu er afar illa farin eftir brunann, líkt og sést hér.Úr einkasafni Hún þurfti því að fylgjast með heimili sínu brenna og hlusta á örvæntingarveinin í hundunum sem þar voru inni á meðan lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar reyndu að bjarga því sem bjargað varð. Erna lýsir gríðarlegri geðshræringu og sorg þessar erfiðu mínútur sem þá fóru í hönd. „Eftir útreikning í hausnum hjá mér, miðað við magn reyks, elds, hita og tíma hafði ég misst allt. Það væri mjög ólíklegt að þessir litlu líkamar myndu lifa þetta af. Ég gargandi, grátandi, öskrandi, dettandi. Og óhljóðin frá hundunum mínum berjast fyrir lífi sínu, kvalafullu öskrin í sex vikna gömlu hvolpunum mínum, gráturinn í stelpunum mínum. Mér fannst eins og enginn ætlaði að hlusta á mig. Horfandi á íbúðina brenna í margar, margar mínútur áður en ég var dregin í burtu, á meðan hundarnir hættu smátt og smátt. Ég var viss um að þetta væri búið,“ segir Erna. Erna ásamt einum hundinum sem bjargaðist úr brunanum.Úr einkasafni Finnst lífið hafa verið hrifsað af sér Svo leið og beið. Erna segir að lögregla hafi fljótlega tjáð henni að ekki hefði náðst að bjarga hvolpunum þremur og einni tíkinni en fjórir hundar hefðu verið fluttir á Dýrapsítalann í Víðidal. Þangað fór Erna ásamt systur sinni. „Við mætum inn og fáum mjög hlýjar móttökur. Það er útskýrt fyrir mér að þær séu með fjóra hunda hjá sér og allir á lífi. En ég vissi ekki hverjir,“ segir Erna. „Mér leið eins og þetta væri lottó. Hver er á lífi?“ Hundarnir fjórir sem lifðu af, þær Vigdís, Baileys, Imma og Lizzy, braggast vel, að sögn Ernu. Þó þurfti að leggja Immu aftur inn eftir að henni hrakaði í gær en hún er nú komin aftur heim. Erna segir að áfallið, bæði tilfinninga- og efnislegt, sé ólýsanlegt. „Hundarnir eru líf mitt. Ég lifi fyrir þá. Og lífið var hrifsað að mér. Næstum allt var tekið af mér og ég skilin eftir allslaus, með hálfan haus, brotið hjarta og skurð í sálinni. Íbúðin og allt sem var í henni brann,“ segir Erna. Allt var í sóti og ösku eftir brunann en sumu náðist að bjarga.Úr einkasafni Nokkrir hlutir sem hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir Ernu komust þó því sem næst óskaddaðir úr brunanum. Tvær öskukrukkur af gömlum hundum Ernu náðust úr brunarústunum, auk hálsmens sem smíðað var í eftirmynd loppu hunds sem Erna missti í fyrra. Þá kveðst Erna afar þakklát öllum sem hafa rétt henni hjálparhönd í kjölfar brunans. Þeir séu margir. „Takk fyrir að bjarga stelpunum mínum slökkviliðið og Dýraspitalinn í Viðidal, og Dýraríkið fyrir að gefa okkur allar nauðsynjavörur fyrir stelpurnar sem eru eftir. Og svo má ekki gleyma Guðfinnu minni, sem hefur staðið við bakið á mér eins og klettur, veitt mér gistingu og hjálp með stelpurnar,“ segir Erna. Slökkvilið Kópavogur Dýr Tengdar fréttir Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. 28. október 2020 15:30 Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Erna Christiansen, ung kona sem missti sex hunda og aleiguna í eldsvoða í Kópavogi í fyrradag, lýsir hræðilegri geðshræringu og sorg vegna brunans. Hún fylgdist bjargarlaus með heimili sínu brenna og heyrði örvæntingar- og sársaukaveinin í hundunum sex sem brunnu inni. Fjórir hundar Ernu björguðust þó og braggast vel, sem hún kveðst óendanlega þakklát fyrir. Eldurinn kviknaði á heimili Ernu við Arakór í Kópavogi síðdegis á þriðjudag. Fram hefur komið að eldurinn er talinn hafa kviknað út frá lampa, sem tæknideild lögreglu hefur til rannsóknar. Líkt og áður segir brunnu sex hundar inni, þau Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli, og þá varð einnig gríðarlegt tjón á heimilinu, líkt og myndir af vettvangi brunans sem fylgja fréttinni sýna. Hundar Ernu sem ekki náðist að bjarga úr brunanum.Aðsend Misstu húsið á tíu mínútum Erna ræktar hunda af tegundinni Russian toy undir merkjum ræktunarinnar Great Icelandic Toy og voru því margir hundar, þrír aðeins sex vikna gamlir, í húsinu þegar eldurinn kom upp. Erna segir að allt hafi verið með kyrrum kjörum þriðjudaginn örlagaríka. Dagurinn hafi gengið sinn vanagang; um klukkan hálf þrjú síðdegis gaf Erna hundunum sínum að borða og skaust svo með einn þeirra, Lólu, til dýralæknis. En andartaki síðar dundu ósköpin yfir. Hitinn af eldinum bræddi plastið sem búrin eru gerð úr.Úr einkasafni „Um fimm mínútum síðar hringir mamma í sjokki, spyr mig hvar ég sé og segir að það sé kviknað í. Ég sný strax við í algjöru sjokki og bruna heim. Þegar heim er komið hefur reykurinn teygt sig á efri hæðina og allt húsið stútfullt af svörtum reyk,“ segir Erna. „Við misstum húsið okkar á fimm til tíu mínútum. Hvorki mamma né systir mín náðu að fara niður og reyna að slökkva eldinn eða bjarga hundunum.“ Ætlaði að æða inn í reykjarmökkinn Erna segist hafa ætlað að æða inn í reykskýið sem tók á móti henni þegar hún kom aftur að húsinu en móðir hennar hafi haldið aftur af henni. „Mamma náði að stoppa mig áður en ég fór inn í brennandi húsið til að reyna að bjarga skælandi, grátandi og öskrandi hundunum mínum. Ég hefði farið inn en það var bara of seint og það var gott að einhver stoppaði mig,“ segir Erna. Íbúð Ernu er afar illa farin eftir brunann, líkt og sést hér.Úr einkasafni Hún þurfti því að fylgjast með heimili sínu brenna og hlusta á örvæntingarveinin í hundunum sem þar voru inni á meðan lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar reyndu að bjarga því sem bjargað varð. Erna lýsir gríðarlegri geðshræringu og sorg þessar erfiðu mínútur sem þá fóru í hönd. „Eftir útreikning í hausnum hjá mér, miðað við magn reyks, elds, hita og tíma hafði ég misst allt. Það væri mjög ólíklegt að þessir litlu líkamar myndu lifa þetta af. Ég gargandi, grátandi, öskrandi, dettandi. Og óhljóðin frá hundunum mínum berjast fyrir lífi sínu, kvalafullu öskrin í sex vikna gömlu hvolpunum mínum, gráturinn í stelpunum mínum. Mér fannst eins og enginn ætlaði að hlusta á mig. Horfandi á íbúðina brenna í margar, margar mínútur áður en ég var dregin í burtu, á meðan hundarnir hættu smátt og smátt. Ég var viss um að þetta væri búið,“ segir Erna. Erna ásamt einum hundinum sem bjargaðist úr brunanum.Úr einkasafni Finnst lífið hafa verið hrifsað af sér Svo leið og beið. Erna segir að lögregla hafi fljótlega tjáð henni að ekki hefði náðst að bjarga hvolpunum þremur og einni tíkinni en fjórir hundar hefðu verið fluttir á Dýrapsítalann í Víðidal. Þangað fór Erna ásamt systur sinni. „Við mætum inn og fáum mjög hlýjar móttökur. Það er útskýrt fyrir mér að þær séu með fjóra hunda hjá sér og allir á lífi. En ég vissi ekki hverjir,“ segir Erna. „Mér leið eins og þetta væri lottó. Hver er á lífi?“ Hundarnir fjórir sem lifðu af, þær Vigdís, Baileys, Imma og Lizzy, braggast vel, að sögn Ernu. Þó þurfti að leggja Immu aftur inn eftir að henni hrakaði í gær en hún er nú komin aftur heim. Erna segir að áfallið, bæði tilfinninga- og efnislegt, sé ólýsanlegt. „Hundarnir eru líf mitt. Ég lifi fyrir þá. Og lífið var hrifsað að mér. Næstum allt var tekið af mér og ég skilin eftir allslaus, með hálfan haus, brotið hjarta og skurð í sálinni. Íbúðin og allt sem var í henni brann,“ segir Erna. Allt var í sóti og ösku eftir brunann en sumu náðist að bjarga.Úr einkasafni Nokkrir hlutir sem hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir Ernu komust þó því sem næst óskaddaðir úr brunanum. Tvær öskukrukkur af gömlum hundum Ernu náðust úr brunarústunum, auk hálsmens sem smíðað var í eftirmynd loppu hunds sem Erna missti í fyrra. Þá kveðst Erna afar þakklát öllum sem hafa rétt henni hjálparhönd í kjölfar brunans. Þeir séu margir. „Takk fyrir að bjarga stelpunum mínum slökkviliðið og Dýraspitalinn í Viðidal, og Dýraríkið fyrir að gefa okkur allar nauðsynjavörur fyrir stelpurnar sem eru eftir. Og svo má ekki gleyma Guðfinnu minni, sem hefur staðið við bakið á mér eins og klettur, veitt mér gistingu og hjálp með stelpurnar,“ segir Erna.
Slökkvilið Kópavogur Dýr Tengdar fréttir Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. 28. október 2020 15:30 Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. 28. október 2020 15:30
Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38
Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11