Rússland

Fréttamynd

Gæti reynst þungt högg að útiloka Rússa frá SWIFT

Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vaktin: Forsetinn kallar eftir flugbanni yfir Úkraínu

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu.

Erlent
Fréttamynd

„Enn þá meiri uggur í mér“

Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja  úr borginni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Búast við rúss­neskum net­á­rásum á Ís­land

Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rússa

Fjár­­­mála­ráð­herra segir ekki úti­­­lokað að ís­­­lensk stjórn­völd muni slíta stjórn­­­mála­­­sam­­­starfi við Rússa. Minni þolin­­mæði sé fyrir rúss­neskum kaf­bátum og her­þotum sem reglu­­lega rjúfi loft­helgi Ís­lands en al­gjört slit stjórn­mála­sam­bands yrði þó lík­­­lega síðasta úr­ræði sem stjórn­völd gripu til.

Innlent
Fréttamynd

Nato sendir her­menn til ná­granna­ríkja Úkraínu

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato, sagði í yfirlýsingu seint í gærkvöldi að bandalagið sé að senda viðbragðsveitir, reiðubúnar til bardaga, til nágrannalanda Úkraínu og muni þar að auki halda áfram að senda Úkraínumönnum vopn, þar á meðal loftvarnir. 

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt

Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar.

Erlent
Fréttamynd

Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum

Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að undir­búa mót­töku fólks frá Úkraínu

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra, segir mikil­vægt að undir­búa mögu­lega mót­töku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flótta­manna­nefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna á­standsins.

Innlent
Fréttamynd

Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái

Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Rússum meinuð þátt­taka í Euro­vision

European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU.

Erlent