Erlent

Segir eld­flaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rúss­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ungir sjálfboðaliðar í Chernhiv vinna að því að lagfæra byggingu sem varð fyrir eldflaugaárás.
Ungir sjálfboðaliðar í Chernhiv vinna að því að lagfæra byggingu sem varð fyrir eldflaugaárás. AP/Vasilisa Stepanenko

Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 

Aukinn skriðþungi er að færast í gagnsókn úkraínska hersins í Kherson héraði sem Rússar náðu á sitt vald á dögunum. Að sögn breska varnarmálaráðuneytisins virðist sem Úkraínumenn hafi náð vígstöðu suður af Ingulets ánni, sem er svæði sem Rússar höfðu áður á sínu valdi. 

Þá hafa þeir notað langdræg stórskotaliðsvopn til að eyðileggja að minnsta kosti þrjár brýr yfir Dnipro ánna sem Rússar hafa reitt sig á til að fá vistir og vopnabúnað. Fertugasta og níunda herdeild Rússa er nú stödd vestan við Dnipro og segja Bretarnir að herdeildin sé nú mjög illa í sveit sett og viðkvæm fyrir árásum Úkraínumanna. 

Þá virðist Úkraínumönnum einnig hafa gengið vel við að einangra héraðshöfuðborgina Kherson og er borgin nú alls ótengd frá yfirráðasvæði þeirra, ólíkt því sem var fyrir nokkrum dögum síðan.

Í morgun gerðist það einnig að héraðsstjórinn í Chernihiv í Úkraínu fullyrðir að eldflaugum hafi verið skotið á svæðið í morgun og að flaugarnar hafi komið frá Hvíta-Rússlandi, en Hvítrússar styðja Rússa í herleiðangri sínum, óbeint í það minnsta. Talið er að flaugarnar hafi verið um tuttugu talsins en óljóst er um tjón af völdum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×