Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2022 23:04 Lavrov segir Rússa ekki hafa valdið hungursneyð heldur séu sögur um það lygar frá Vesturlöndum. Rússneska utanríkisráðuneytið Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir. Lavrov er þessa stundina staddur í Egyptalandi þar sem hann ræðir við leiðtoga þjóða í Arababandalaginu. Margar þjóðir í Miðausturlöndunum hafa þurft að glíma við hungursneyð vegna skorts á korni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Þeir segja að allir þurfi að styðja bandalag byggt á reglum og reglurnar eru skrifaðar eftir því ástandi sem Vesturlönd vilja leysa að hverju sinni,“ sagði Lavrov sem vill meina að Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika. Leitar bandamanna í Afríku Lavrov mun næst halda til Afríku og fara til Eþíópíu, Úganda og Lýðveldisins Kongó. Talið er að þar muni hann einnig halda því fram að Rússar hafi ekkert að gera með hungursneyðina sem löndin eru að glíma við þessa stundina. Hann hefur lofað löndum í Afríku að ef þau skildu hjálpa Rússlandi í baráttu sinni gegn Vesturlöndunum þá ætli Rússar að hjálpa þeim að „afnýlenduvæðast“. Helstu kaupendur rússnesks korns eru lönd í Afríku og Miðausturlöndunum og því vill Lavrov tryggja það að hann missi ekki trygga viðskiptavini. Samningar skulu standa - í nokkra klukkutíma Rússland skrifaði undir samning við Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar fyrir helgi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Rússar hafa hingað til hindrað það að Úkraínumenn nái að flytja út korn sitt sem hefur valdið matvælakrísu um allan heim og miklum efnahagsvandræðum í Úkraínu. Samningnum var fagnað ákaft af Úkraínumönnum og fleirum en Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði meðal annars að samningurinn væri það mikilvægasta sem hann hefur gert hjá samtökunum. Rússar stóðu þó við loforð sitt í afar skamman tíma og vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa nokkrum klukkutímum eftir undirritun samningsins. Í höfninni voru nokkrar af korngeymslum úkraínsku þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Matvælaframleiðsla Egyptaland Tengdar fréttir Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Lavrov er þessa stundina staddur í Egyptalandi þar sem hann ræðir við leiðtoga þjóða í Arababandalaginu. Margar þjóðir í Miðausturlöndunum hafa þurft að glíma við hungursneyð vegna skorts á korni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Þeir segja að allir þurfi að styðja bandalag byggt á reglum og reglurnar eru skrifaðar eftir því ástandi sem Vesturlönd vilja leysa að hverju sinni,“ sagði Lavrov sem vill meina að Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika. Leitar bandamanna í Afríku Lavrov mun næst halda til Afríku og fara til Eþíópíu, Úganda og Lýðveldisins Kongó. Talið er að þar muni hann einnig halda því fram að Rússar hafi ekkert að gera með hungursneyðina sem löndin eru að glíma við þessa stundina. Hann hefur lofað löndum í Afríku að ef þau skildu hjálpa Rússlandi í baráttu sinni gegn Vesturlöndunum þá ætli Rússar að hjálpa þeim að „afnýlenduvæðast“. Helstu kaupendur rússnesks korns eru lönd í Afríku og Miðausturlöndunum og því vill Lavrov tryggja það að hann missi ekki trygga viðskiptavini. Samningar skulu standa - í nokkra klukkutíma Rússland skrifaði undir samning við Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar fyrir helgi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Rússar hafa hingað til hindrað það að Úkraínumenn nái að flytja út korn sitt sem hefur valdið matvælakrísu um allan heim og miklum efnahagsvandræðum í Úkraínu. Samningnum var fagnað ákaft af Úkraínumönnum og fleirum en Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði meðal annars að samningurinn væri það mikilvægasta sem hann hefur gert hjá samtökunum. Rússar stóðu þó við loforð sitt í afar skamman tíma og vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa nokkrum klukkutímum eftir undirritun samningsins. Í höfninni voru nokkrar af korngeymslum úkraínsku þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Matvælaframleiðsla Egyptaland Tengdar fréttir Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42
Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53
Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44