Senda dróna, fallbyssur og eldflaugar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2022 13:47 Úkraínskir hermenn í Donetsk. Úkraínumenn segja mikla þörf á fleiri skrið- og bryndrekum. AP/Nariman El-Mofty Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, opinberaði í morgun að Bretar ætli að senda mikið magn vopna til Úkraínu á komandi vikum. Þar á meðal skotfæri, dróna, fallbyssur og eldflaugar til að granda skriðdrekum. Meðal þess sem senda á til Úkraínu eru rúmlega tuttugu 155mm fallbyssur af gerðinni M109 en þær eru á toppi bryndreka. Einnig stendur til að senda 36 L119 105mm fallbyssur og ratsjár sem greina stórskotaliðsárásir annarra og eru notaðar til að granda stórskotaliði óvina. Bretar ætla einnig að senda rúmlega fimmtíu þúsund skot í þær fallbyssur sem Úkraínumenn eiga fyrir. Auk þess ætla Bretar að senda rúmlega 1.600 hundrað eldflaugar sem hannaðar eru til granda skriðdrekum til Úkraínu og hundruð dróna sem hannaðir eru til að steypa sér á skotmörk og springa í loft upp. will supply scores of artillery guns, hundreds of drones and hundreds more anti-tank weapons to Ukraine in the coming weeks, Defence Secretary @BWallaceMP has announced. #StandWithUkraine Read more here https://t.co/yk675bEbZE— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 21, 2022 Þetta er til viðbótar við þúsundir eldflauga af gerðinni NLAW og Javelin sem Bretar hafa sent til Úkraínumanna. Bretar hafa einnig sent 120 bryndreka, loftvarnir, eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum, dróna, loftvarnir, skotheld vesti, hjálma, nætursjónauka og ýmislegt annað. Rússneskir hermenn í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Wallace segir í yfirlýsingu að vopnasendingar Breta til Úkraínu séu til marks um vilja þeirra til að tryggja að Úkraína hafi burði til að verjast ólöglegri innrás Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Rússar vilja meira en Donbas Bandaríkjamenn tilkynntu sömuleiðis í gær að þeir myndu senda Úkraínumönnum fleiri vopn og þar á meðal fleiri HIMARS-eldflaugakerfi, sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað með mjög góðum árangri að undanförnu. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði og er það í fyrsta sinn sem þeir hyggja á svo umfangsmiklar gagnárásir. Markmið Úkraínumanna er að frelsa eins mikið af suðurströnd landsins og þeir geta en hún er gífurlega mikilvæg hagkerfi Úkraínu og öryggi. Rússar munu þó geta gert árásir á úkraínska hermenn í Kherson en þeir þurfa að sækja fram yfir tiltölulega opin svæði. Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir Úkraínumenn kalla eftir fleiri þungavopnum frá Vesturlöndum og segja þau nauðsynleg til að sækja fram í Kherson. Þeir segja hafa sérstaka þörf á skrið- og bryndrekum, drónum og stórskotaliðsvopnum. Til marks um erfiðleika Úkraínumanna í Kherson segir WSJ frá því að í síðasta mánuði hafi Rússar skotið um átta hundruð sprengjum á eina úkraínska herdeild en hermenn gátu lítið skjól fundið á ökrum héraðsins. Margir hermenn féllu og mikilvæg vopn eyðilögðust. HIMARS-eldflaugarnar eru sagðar hafa dregið verulega úr getu rússneska stórskotaliðsins á svæðinu. Einn hermaður sem ræddi við WSJ segir Úkraínumenn hafa varið tveimur mánuðum í skotgröfum við að reyna að halda aftur af Rússum. HIMARS-vopnakerfin hafi skipt sköpum en Úkraínumenn hafi misst of marga skriðdreka í átökum við Rússa. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Tengdar fréttir Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20 Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Meðal þess sem senda á til Úkraínu eru rúmlega tuttugu 155mm fallbyssur af gerðinni M109 en þær eru á toppi bryndreka. Einnig stendur til að senda 36 L119 105mm fallbyssur og ratsjár sem greina stórskotaliðsárásir annarra og eru notaðar til að granda stórskotaliði óvina. Bretar ætla einnig að senda rúmlega fimmtíu þúsund skot í þær fallbyssur sem Úkraínumenn eiga fyrir. Auk þess ætla Bretar að senda rúmlega 1.600 hundrað eldflaugar sem hannaðar eru til granda skriðdrekum til Úkraínu og hundruð dróna sem hannaðir eru til að steypa sér á skotmörk og springa í loft upp. will supply scores of artillery guns, hundreds of drones and hundreds more anti-tank weapons to Ukraine in the coming weeks, Defence Secretary @BWallaceMP has announced. #StandWithUkraine Read more here https://t.co/yk675bEbZE— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 21, 2022 Þetta er til viðbótar við þúsundir eldflauga af gerðinni NLAW og Javelin sem Bretar hafa sent til Úkraínumanna. Bretar hafa einnig sent 120 bryndreka, loftvarnir, eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum, dróna, loftvarnir, skotheld vesti, hjálma, nætursjónauka og ýmislegt annað. Rússneskir hermenn í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Wallace segir í yfirlýsingu að vopnasendingar Breta til Úkraínu séu til marks um vilja þeirra til að tryggja að Úkraína hafi burði til að verjast ólöglegri innrás Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Rússar vilja meira en Donbas Bandaríkjamenn tilkynntu sömuleiðis í gær að þeir myndu senda Úkraínumönnum fleiri vopn og þar á meðal fleiri HIMARS-eldflaugakerfi, sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað með mjög góðum árangri að undanförnu. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði og er það í fyrsta sinn sem þeir hyggja á svo umfangsmiklar gagnárásir. Markmið Úkraínumanna er að frelsa eins mikið af suðurströnd landsins og þeir geta en hún er gífurlega mikilvæg hagkerfi Úkraínu og öryggi. Rússar munu þó geta gert árásir á úkraínska hermenn í Kherson en þeir þurfa að sækja fram yfir tiltölulega opin svæði. Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir Úkraínumenn kalla eftir fleiri þungavopnum frá Vesturlöndum og segja þau nauðsynleg til að sækja fram í Kherson. Þeir segja hafa sérstaka þörf á skrið- og bryndrekum, drónum og stórskotaliðsvopnum. Til marks um erfiðleika Úkraínumanna í Kherson segir WSJ frá því að í síðasta mánuði hafi Rússar skotið um átta hundruð sprengjum á eina úkraínska herdeild en hermenn gátu lítið skjól fundið á ökrum héraðsins. Margir hermenn féllu og mikilvæg vopn eyðilögðust. HIMARS-eldflaugarnar eru sagðar hafa dregið verulega úr getu rússneska stórskotaliðsins á svæðinu. Einn hermaður sem ræddi við WSJ segir Úkraínumenn hafa varið tveimur mánuðum í skotgröfum við að reyna að halda aftur af Rússum. HIMARS-vopnakerfin hafi skipt sköpum en Úkraínumenn hafi misst of marga skriðdreka í átökum við Rússa.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Tengdar fréttir Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20 Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20
Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55