Úkraínski herinn sækir fram í hernumdu héraði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2022 12:20 Úkraínski herinn og skriðdregar í framlínunni í Suður-Úkraínu. Getty Úkraínuforseti segir hersveitum sínum hafa orðið ágengt í Kherson héraði „skref fyrir skref“. Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42