Kína

Fréttamynd

Ekki fýsilegar aðstæður á Íslandi til að „búa til veður“

„Menn hafa í árhundruð reynt að stjórna veðrinu en það var ekki fyrr en í kringum og eftir seinni heimstyrjöldina að vísindin fóru að taka á sig einhverja mynd,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, um tilraunir manna til að hafa áhrif á veðurfar.

Innlent
Fréttamynd

Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir

Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku.

Erlent
Fréttamynd

Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja

Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu.

Erlent
Fréttamynd

Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum

Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara.

Erlent
Fréttamynd

Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann

Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts.

Erlent
Fréttamynd

MeToo mætt af hörku í Kína

Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Áttu hálf­tíma langt sím­tal við Peng Shuai

For­svars­menn Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar ræddu við kín­versku tennis­konuna Peng Shuai í gegn um mynd­bands­sím­tal í hálf­tíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kín­verska sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo þar sem hún sakaði Z­hang Gaoli, fyrr­verandi vara­for­seta Kína, um að hafa nauðgað sér.

Erlent
Fréttamynd

Segja Peng Shuai hafa verið á tennis­móti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar

Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast svara um Peng Shuai

Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu.

Erlent
Fréttamynd

Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni

Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi.

Sport
Fréttamynd

Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi

Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans.

Erlent
Fréttamynd

Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng

Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður.

Erlent
Fréttamynd

Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína

Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir.

Erlent
Fréttamynd

ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“

Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld.

Erlent
Fréttamynd

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Erlent
Fréttamynd

Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands

Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis.

Erlent
Fréttamynd

Sigldu á ó­þekkt neðan­sjávar­fjall

Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar.

Erlent