Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Frá Peking, þar sem íbúar eru sagðir vera að sanka að sér nauðsynjum af ótta við væntanlegar sóttvarnaraðgerðir. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 35.183 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Það var þriðji dagurinn í röð þar sem metfjöldi greindist smitaður. Íbúar í Peking eru sagðir sanka að sér nauðsynjum af ótta við sóttvarnaraðgerðir. Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira