Stjórnsýsla

Fréttamynd

Stjórnin gæti haltrað á­fram í ást­lausu hjóna­bandi

Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að skoða um­­­deild sam­­skipti starfs­manna borgarinnar

Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustu­stofnunin MAST

Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST?

Skoðun
Fréttamynd

Sekt Arion banka vegna inn­herja­upp­lýsinga stendur

Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig

Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Þórðarson mætir á nefndarfund

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Hann mun þar fara yfir afar umdeilda greinargerð sína um Lindarhvol sem enn hefur ekki fengist birt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár

Fimm einstaklingar sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands sem auglýst var í apríl síðastliðnum. Alls bárust átta umsóknir en þrír hafa dregið umsóknir sínar til baka. Innviðaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Segir ákvörðunina alfarið hans eigin

„Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin.

Innlent
Fréttamynd

Aðalsteinn hættir tveimur árum á undan áætlun

Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Embættið verður auglýst til umsóknar á næstu dögum. Hann segist hafa átt frumkvæðið að því að hætta sjálfur. Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari til fimm ára í febrúar árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki nöfn sam­nem­enda sem sögðu hann slugsa

Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands hefur ekki rétt á því að fá afrit af framvinduyfirlitum hópfélaga sinna í hópverkefni án þess að þau séu nafnhreinsuð. Nemandinn hlaut lægri einkunn fyrir verkefnið en samnemendurnir þar sem þeir sögðu hann ekki hafa tekið þátt í verkefninu sem skyldi.

Innlent
Fréttamynd

Gæti farið illa ef ekkert er að gert í Reykja­víkur­skógi

Í vikunni féll birkitré við Tjarnargötu, í vindhviðu og mildi að ekki fór verr. Ef að er gáð kemur í ljós að hin unga skógarþjóð sem Íslendingar eru standa á tímamótum og í mörg horn að líta ef ekki á hreinlega illa að fara. Nokkurs fyrirhyggjuleysis gætir hjá Íslendingum sem teljast á alla mælikvarða ung skógarþjóð.

Innlent
Fréttamynd

Frænd­hygli innan lög­reglunnar um­töluð í ára­raðir

Formaður Landssambands lögreglumanna segir frændhygli hafa verið umtalaða innan lögreglunnar í áraraðir og lögregluna skorti betri mannauðsstjórn. Hann segir lögreglumenn of hrædda um að gera mistök í starfi og telur þá hverfa frá störfum vegna lélegra launa og mikils álags.

Innlent
Fréttamynd

Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð

Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskar bókmenntir í bullandi útrás

Fyrri hluti úthlutunar til þýðinga á íslenskum bókum fyrir þetta ár hafa nú farið fram. 54 verk hljóta styrki að upphæð 9 milljónir króna til þýðinga á 15 tungumál.

Menning
Fréttamynd

Afl­vaki í skapandi greinum

Aflvaki merkir kraftur sem örvar menn til dáða. Þann 10. maí 2023 sendi Hagstofa Íslands frá sér nýja og uppfærða menningarvísa og upplýsingarnar sem þar koma fram eru sannarlega örvandi fyrir atvinnuveg sem var fyrst skilgreindur í kortlagningu á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi árið 2011.

Skoðun