
Stjórnsýsla

Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina
Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Segja meðmælabréfi Rúnars fyrir Bashar ekki lekið af Útlendingastofnun
Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir mynd af boðsbréfi, sem Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar skrifaði fyrir Bashar Murad, sem birt var á mbl.is um helgina ekki frá stofnuninni komna.

Ævintýralega skemmtileg fýluferð til Grænlands
Stefán Pálsson sagnfræðingur fór með sem viðhengi þegar vestnorræna ráðið hélt til Grænlands. Ekkert varð af fyrirhuguðum fundahöldum en Stefán hefði ekki viljað missa af ferðinni.

Hildigunnur nýr veðurstofustjóri
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Hildigunni H. H. Thorsteinsson í embætti forstjóra Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára. Hún verður skipuð í embættið frá og með 1. júní næstkomandi.

Læknar í Kópavogi fá ekki að sinna sjúklingum fyrir norðan
Tveimur læknum með starfstöðvar í Kópavogi verður ekki leyft að mæta til Akureyrar inn á milli og sinna sjúklingum sínum þar. Forstjóri Heilsuverndar segir að þarna sé verið að mismuna sjúklingum eftir búsetu.

Ásgeir seðlabankastjóri í fimm ár í viðbót
Ásgeir Jónsson verður áfram seðlabankastjóri næstu fimm árin, til ársins 2029. Gerist það sjálfkrafa þar sem staðan verður ekki auglýst.

Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga
Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar.

Skýra hvað gervigreind megi nota: Hemmi Gunn í Áramótaskaupinu sýndi alþjóð möguleg áhrif
Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvað gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins.

Þau 42 sem urðu undir í baráttunni við Tobbu Marínós
Alls sóttu 46 um starf upplýsingafulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytis Lilju Alfreðsdóttur. Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, var ráðin í starfið.

Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar
Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa.

Máttu fjarlægja illa lyktandi hunda með saurugan feld af heimilinu
Matvælastofnun var heimilt að fjarlægja tvo hunda af heimili eiganda síns í júlí á síðasta ári og ráðstafa þeim annað. Þetta er niðurstaða úrskurðar Matvælaráðuneytisins, en eigandinn lagði fram stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar.

Ríkislögreglustjóri býður skotvopnanámskeið út
Um síðustu áramót sagði Umhverfisstofnun upp samningi við Ríkislögreglustjóra sem varðar utanumhald og framkvæmd skotvopnanámskeiða. Ríkislögreglustjóri hyggst bjóða framkvæmdina út.

Tobba nýjasti fjölmiðlamaðurinn í starf upplýsingafulltrúa
Þorbjörg Marinósdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hún hefur störf á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Þórdís leitar að arftaka Rómarfarans Guðmundar
Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur nú auglýst til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið þann 1. apríl til fimm ára. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. mars.

Fer úr fjármálaeftirlitsnefnd eftir að AGS varaði við hættu á pólitískum þrýstingi
Skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem hefur setið í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans allt frá því að hún tók fyrst til starfa fyrir meira en fjórum árum, hefur beðist lausnar en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði á liðnu ári alvarlegar athugasemdir við að fulltrúi frá ráðuneytinu væri í hópi nefndarmanna. Ráðherra hefur núna skipað Ernu Hjaltested, yfirlögfræðing Isavia, í hennar stað í fjármálaeftirlitsnefndina.

Hefur rætt við umhverfisráðherra um umdeilda rafrettureglugerð
Ráðherra hefur fengið athugasemdir um slæm umhverfisáhrif sem gætu fylgt nýrri breytingu á lögum um rafrettur. Hann kannast ekki við að gengið sé fram hjá samráði líkt og þeir sem selja rafrettur hafa kvartað yfir.

Utanaðkomandi lögmaður fékk aðgang að sakamáli
Umboðsmaður Alþingis hefur beint ábendingum til Ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra vegna athugunar hans á máli þar sem lögmaður fékk aðgang að gögnum sakamáls, sem var honum alls óviðkomandi.

Eftirlitsmönnum MAST hótað af starfsmönnum matvælafyrirtækis
Matvælastofnun (MAST) hefur kært hótun gagnvart eftirlitsmönnum stofnunarinnar til lögreglu.

Sakar Umhverfisstofnun um stæka karlrembu
Veruleg ólga er meðal hreindýraleiðsögumanna fyrir austan vegna leiðsögumannanámskeiðs sem haldið verður. Umhverfisstofnun er sökuð um að halda konum niðri og taka inn „helgarpabba“ í stað austanpilta sem eru fyrir á staðnum.

Stjórnendum fækkar hjá Lyfjastofnun
Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun í tengslum við aðhaldsaðgerðir og hafa sviðum stofnunarinnar verið fækkað. Samhliða breytingunum hefur stjórnendum verið fækkað en ekki þurfti að grípa til uppsagna.

Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum
Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum.

Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.

Umboðsmaður vill svör um símalokun Lyfjastofnunar
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá heilbrigðisráðuneytinu um ákvörðun Lyfjastofnunar að svara ekki lengur símtölum með hefðbundnum hætti heldur taka aðeins við beiðnum um símtöl.

Segir ekki tengsl milli bónusa Skattsins og hverju starfsmenn skila í kassann
Ríkisskattstjóri segist skilja áhyggjur þeirra sem telja að viðbótarlaun til starfsmanna Skattsins kunni að grafa undan hlutleysi þeirra og gera það að verkum að þeir sæki mál harðar en ella. Hann bendir á að á sama tíma og 260 milljónir króna hafi verið greiddar í slík laun hafi heildarlaunakostnaður skattsins verið um 25 milljarðar.

Ættum að vera á pari við hin Norðurlöndin
Ísland hefur aldrei verið eins neðarlega á lista ríkja yfir vísitölu spillingarásýndar Transparency International og mælist með sjötíu og tvö stig af hundrað mögulegum. Ísland missir tvö stig á milli ára og sker sig verulega úr á meðal Norðurlandanna en Danmörk trónir á toppnum og fær hæstu einkunn.

Það er íþyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý
Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur.

Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista
Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar.

Gúanólýðveldið Ísland
Allsstaðar í heiminum er gengið út frá því sem vísu að fyrirtæki starfi undir eigin lögheiti - nema bara ekki á Íslandi. Þar gilda engin lög um slíkt og því engin viðurlög í gildi fyrir óheimila notkun á firmaheitum eða vörumerkjum annarra.

Útspil Svandísar
Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna.

Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík
Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð.