Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 23:07 Sigurjón Þórðarson hefur undanfarin ár gert bátinn Sigurlaugu SK 138 út á strandveiðar. Hann verður formaður atvinnuveganefndar alþingis á komandi þingi þar sem til stendur að breyta lögum um strandveiðar. Vísir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Sigurjón Þórðarson á með eiginkonu sinni fyrirtækið Sleppa ehf. sem rekur handfærabátinn Sigurlaugu SK 138, sem Sigurjón hefur gert út til strandveiða undanfarin ár. Síðastliðið sumar fór báturinn í 19 róðra frá 7. maí til 16. júlí, og landaði um 17 tonnum af afla. Reiknuð aflaverðmæti sumarsins miðað við verð á fiskmörkuðum í dag eru um tíu milljónir. Formaður nefndar sem fer með sjávarútvegsmál Í vikunni var jafnframt greint frá því að Sigurjón verði formaður atvinnuveganefndar alþingis, þar sem til stendur að vinna að lagabreytingu sem ætlað er að stórefla strandveiðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri, þrátt fyrir að 10 þúsund tonna strandveiðikvótinn klárist áður en því lýkur. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hefði ekki verið upplýst um að Sigurjón hefði hagsmuna að gæta þegar kæmi að þeirri ákvörðun að stórefla strandveiðar. „Komi það í ljós að hann hafi slíkra persónulegra hagsmuna að gæta þá mun hann ekki sjá um að vinna þetta mál í þinginu, hann verður ekki framsögumaður,“ sagði hún. Í hagsmunaskrá þingmanna frá 2023 var ekki greint frá strandveiðum Sigurjóns, þegar spurt var um starfsemi sem væri rekin samhliða starfi alþingismanns og væri tekjumyndandi fyrir hann, eða félag sem hann ætti sjálfur eða væri meðeigandi í. Vanhæfur vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar Haukur Arnþórsson segir í færslu á Facebook að ljóst sé að Sigurjón hafi ekki hæfi til að fjalla um málið hjá framkvæmdarvaldinu eða dómsvaldinu, vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar. „Hann er nánast baráttumaður fyrir strandveiðar og ýmislegt fleira sem varðar atvinnugreinina.“ Haukur bendir á eftirfarandi ákvæði siðareglnanna máli sínu til stuðnings: 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: f. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. g. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi. h. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. 9. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. 10. gr. Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála. 12. gr. Þingmenn skulu ekki nota aðstöðu sína sem alþingismenn til þess að vinna að eigin hagsmunum eða hagsmunum annars aðila þannig að ekki samrýmist siðareglum þessum. Engar útfærslur kynntar Ekkert liggur fyrir um það hvernig stendur til að breyta lögum um strandveiðar annað en það sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að tryggðir verði 48 dagar á hverju strandveiðitímabili. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum. Inga Sæland sagði í viðtali skömmu eftir að ríkisstjórnin var mynduð að breytingarnar fælu í sér margt annað en að auka kvóta. Í nokkuð snörpum orðaskiptum við þáttastjórnanda á Bylgjunni sagði hún að útfærslan væri frekar í einhvers konar tilfærslu á veiðiheimildum. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Sigurjón Þórðarson á með eiginkonu sinni fyrirtækið Sleppa ehf. sem rekur handfærabátinn Sigurlaugu SK 138, sem Sigurjón hefur gert út til strandveiða undanfarin ár. Síðastliðið sumar fór báturinn í 19 róðra frá 7. maí til 16. júlí, og landaði um 17 tonnum af afla. Reiknuð aflaverðmæti sumarsins miðað við verð á fiskmörkuðum í dag eru um tíu milljónir. Formaður nefndar sem fer með sjávarútvegsmál Í vikunni var jafnframt greint frá því að Sigurjón verði formaður atvinnuveganefndar alþingis, þar sem til stendur að vinna að lagabreytingu sem ætlað er að stórefla strandveiðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri, þrátt fyrir að 10 þúsund tonna strandveiðikvótinn klárist áður en því lýkur. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hefði ekki verið upplýst um að Sigurjón hefði hagsmuna að gæta þegar kæmi að þeirri ákvörðun að stórefla strandveiðar. „Komi það í ljós að hann hafi slíkra persónulegra hagsmuna að gæta þá mun hann ekki sjá um að vinna þetta mál í þinginu, hann verður ekki framsögumaður,“ sagði hún. Í hagsmunaskrá þingmanna frá 2023 var ekki greint frá strandveiðum Sigurjóns, þegar spurt var um starfsemi sem væri rekin samhliða starfi alþingismanns og væri tekjumyndandi fyrir hann, eða félag sem hann ætti sjálfur eða væri meðeigandi í. Vanhæfur vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar Haukur Arnþórsson segir í færslu á Facebook að ljóst sé að Sigurjón hafi ekki hæfi til að fjalla um málið hjá framkvæmdarvaldinu eða dómsvaldinu, vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar. „Hann er nánast baráttumaður fyrir strandveiðar og ýmislegt fleira sem varðar atvinnugreinina.“ Haukur bendir á eftirfarandi ákvæði siðareglnanna máli sínu til stuðnings: 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: f. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. g. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi. h. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. 9. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. 10. gr. Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála. 12. gr. Þingmenn skulu ekki nota aðstöðu sína sem alþingismenn til þess að vinna að eigin hagsmunum eða hagsmunum annars aðila þannig að ekki samrýmist siðareglum þessum. Engar útfærslur kynntar Ekkert liggur fyrir um það hvernig stendur til að breyta lögum um strandveiðar annað en það sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að tryggðir verði 48 dagar á hverju strandveiðitímabili. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum. Inga Sæland sagði í viðtali skömmu eftir að ríkisstjórnin var mynduð að breytingarnar fælu í sér margt annað en að auka kvóta. Í nokkuð snörpum orðaskiptum við þáttastjórnanda á Bylgjunni sagði hún að útfærslan væri frekar í einhvers konar tilfærslu á veiðiheimildum.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira