Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 13:39 Fjársvik konunnar stóðu yfir í ellefu ár. Þau uppgötvuðust við greiningu á endurgreiðslum vegna erlends sjúkrakostnaðar síðasta vor. Konan var ákærð fyrir skjalafals í opinberu starfi. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig. Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum var nýlega ákærð fyrir skjalafals og fjársvik í opinberu starfi vegna um 156 milljóna króna sem hún kom því til leiðar að stofnunin greiddi fjölskyldu hennar á ellefu ára tímabili. Hún er sökuð um að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar og gefa út tilhæfulausa reikninga. Upp komst um svikin síðasta vor þegar starfsmenn Sjúkratrygginga urðu varir við misræmi í gögnum við greininar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur konunnar, að því er kemur fram í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis. Lögregla hafi verið kölluð til sem tók við rannsókn málsins. Í ákærunni kom fram að konan hefði komið því til leiðar með blekkingum að kröfur í nafni eiginmanns hennar, sem nú er látinn, og tveggja sona hennar hefðu verið greiddar af Sjúkratryggingum án þess að stoð væri fyrir þeim. Hluti greiðslnanna var vegna erlends sjúkrakostnaðar en konan skráði fjölskyldumeðlimi sína einnig sem fylgdarmenn ótengdra einstaklinga sem nutu læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar greiddu konunni og eiginmanni hennar samtals 43 milljónir króna. Tveir synir hennar voru ákærðir fyrir peningaþvætti sem tóku saman við meira en 120 milljónum króna. Meirihluta þess fjár lögðu synirnir inn á reikning móður sinnar. Í svari Sjúkratrygginga segir að ítarleg vinna við að greina aðferðirnar sem konan beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt gæti endurtekið sig hafi hafist strax eftir að málið kom upp. Þá standi yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Stjórnsýsla Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum var nýlega ákærð fyrir skjalafals og fjársvik í opinberu starfi vegna um 156 milljóna króna sem hún kom því til leiðar að stofnunin greiddi fjölskyldu hennar á ellefu ára tímabili. Hún er sökuð um að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar og gefa út tilhæfulausa reikninga. Upp komst um svikin síðasta vor þegar starfsmenn Sjúkratrygginga urðu varir við misræmi í gögnum við greininar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur konunnar, að því er kemur fram í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis. Lögregla hafi verið kölluð til sem tók við rannsókn málsins. Í ákærunni kom fram að konan hefði komið því til leiðar með blekkingum að kröfur í nafni eiginmanns hennar, sem nú er látinn, og tveggja sona hennar hefðu verið greiddar af Sjúkratryggingum án þess að stoð væri fyrir þeim. Hluti greiðslnanna var vegna erlends sjúkrakostnaðar en konan skráði fjölskyldumeðlimi sína einnig sem fylgdarmenn ótengdra einstaklinga sem nutu læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar greiddu konunni og eiginmanni hennar samtals 43 milljónir króna. Tveir synir hennar voru ákærðir fyrir peningaþvætti sem tóku saman við meira en 120 milljónum króna. Meirihluta þess fjár lögðu synirnir inn á reikning móður sinnar. Í svari Sjúkratrygginga segir að ítarleg vinna við að greina aðferðirnar sem konan beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt gæti endurtekið sig hafi hafist strax eftir að málið kom upp. Þá standi yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Stjórnsýsla Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira