
Hrunið

Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis
Forsvarsmaður Lyfjablóms ehf., sem staðið hefur í umfangsmiklum málaferlum undanfarin ár, furðar sig á því að Sólveig Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, neiti að veita upplýsingar sem máli gætu skipt varðandi málshöfðun á hendur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis banka.

Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007
Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007.

Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, og eiginmanns hennar. Þau kröfðust bóta úr hendi ríkisins vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017.

„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“
Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi.

Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs
Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir.

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Framkvæmdastjóri Lyfjablóms á von á því að ákæra verði gefin út á hendur Þórði Má Jóhannessyni fjárfesti vegna viðskiptagjörninga þess síðarnefnda sem forstjóri Gnúps fjárfestingarfélag. Hann stefnir á að fara með mál sitt á hendur Þórði og fyrrverandi ráðherra til endurupptökudómstóls.

„Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“
„Réttlæti á Íslandi er dýrt,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna.

„Réttlæti er svakalega dýrt“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns.

Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi
Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017.

Björgólfur Guðmundsson er látinn
Björgólfur Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, er látinn. Hann lést á sunnudaginn 2. febrúar 2025 á 85. aldursári.

Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla
Var ekki meiningin að læra af Hruninu? Hvað með efndir? Ekki verður betur séð en að dómstólar séu enn að dæma í bókhaldsmálum án þess að kynna sér efni máls til hlítar. Nýlegur dómur í hinu svokallaða „Gnúpsmáli“ bendir a.m.k. sterklega til þess.

Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg
Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg.

Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur. Lyfjablóm krafðist 2,3 milljarða króna skaðabóta vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir í viðskiptum með hlutafé í fjárfestingafélaginu Gnúpi í aðdraganda efnahagshrunsins.

Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu
Lögreglan rannsakar nú tvo menn vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi í máli félagsins Lyfjablóms gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms.

Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir
Um fimm hundruð manns fögnuðu útkomu ævisögu Geirs H. Haarde í anddyri Háskólabíós á dögunum. Ljóst er að mikill áhugi er á bókinni en hún rauk beint í efsta sætið á metsölulistanum í Eymundsson.

Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“
Ævisaga Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, kom út í dag. Geir segist hafa talið það hálfgerða skyldu sína að skrifa bók um viðburðaríka ævi sína.

Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar.

Sýkna Sólveigar stendur
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Áslaugar Björnsdóttur um áfrýjunarleyfi í máli hennar á hendur Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi þingmanni og dómsmálaráðherra. Áslaug krafði Sólveigu um greiðslu 28 milljóna króna í málinu en í tengdum málum hefur Sólveig verið krafin um milljarða króna.

Frá bankahruni til heimsfaraldurs
Haustið 2008 varð eitt mesta efnahagshrun Íslandssögunnar. Í kjölfarið var ljóst að fjölmiðlar höfðu brugðist hlutverki sínu með því að gagnrýna ekki útrásarvíkingana nægilega.

Gleðilegt 2007!
Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt.

Skuldar þrotabúi föður síns fleiri milljarða
Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna.

Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samþykkt að greiða hluthöfum Landsbankans 1.050 milljónir króna í sáttargreiðslur, í máli sem málsóknarfélög hluthafa Landsbankans höfðuðu gegn honum. Þar með er málinu, sem velkst hefur um í kerfinu í um tólf ár, lokið.

Þarf að endurgreiða sinni fyrrverandi eftir allt saman
Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum.

Sér eftir Landsdómsmálinu: „Ég myndi aldrei gera þetta svona aftur“
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sér eftir því að hafa greitt atkvæði með því að sækja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til saka í Landsdómsmálinu svokallaða.

Öllum dómurum skipt út í milljarðamáli fyrrverandi ráðherra
Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis.

Krefur ríkið um 225 milljónir króna
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í Exeter-málinu svokallaða en dómnum var snúið við í Hæstarétti Íslands árið 2013. Hann krefst nú að ríkið greiði honum 225 milljónir króna í fjártjóns- og miskabætur fyrir að hafa misst hæfi til að gegna forstjórastöðu sinni ásamt því að sæta eins árs fangelsisvist.

Baldur tjáir sig um málskotsréttinn
Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma.

Kúvending eftir grjótkastið við Stjórnarráðshúsið
„Það er auðvitað ekkert sérstaklega góð tilfinning að hafa ekki fullkomna stjórn á aðstæðum. En það er hlutverk lögreglu að koma inn í aðstæður þar sem ekki er stjórn á hlutunum, og reyna með einhverjum tiltækum ráðum að ná þeirri stjórn. Og við litum á það sem verkefnið, í öllum þessum tilvikum, að ná þessari stjórn.“

Ryðja allan Landsrétt í máli fyrrverandi dómsmálaráðherra
Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis.