„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2025 21:35 Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi alþingismaður. Vísir/Stefán Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann. Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann.
Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira