„Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 10:28 Hjónin Hafþór Ólafsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir ásamt Sævari Þór Jónssyni lögmanni þeirra. Vísir/Vilhelm „Réttlæti á Íslandi er dýrt,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það en sýslumaður sagt að þau mættu éta það sem úti frýs, eins og Ásthildur orðaði það fyrir dómi. Áshildur sagði að sýslumanni hafi borið að taka á þessu á eigin frumkvæði, en hann ekki gert það. „Ég get alveg skilið að fólk geti gert mistök, en þegar það er bent á þau, þá get ég ekki séð annað en að þetta sé einbeittur brotavilji.“ Mikið fyrir venjulegt fólk Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hjónin fara í mál út af þessu máli, en fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Að sögn Ásthildar vildi Hæstiréttur ekki taka málið fyrir þar sem ekki var um verulega peningaupphæð að ræða. Fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar að mikilvægi þess hafi ekki verið nægjanlegt til að það yrði tekið fyrir. „Þetta voru samanlögð árslaun okkar hjóna. Þetta er mikið fyrir venjulegt fólk.“ Nú sé ljóst að peningurinn muni ekki fást aftur frá bankanum, en þau telja ljóst að ríkið hafi engu að síður brotið á sér. Þau hafi í raun aldrei fengið niðurstöðu dómstóla á því hvort vextirnir hafi verið fyrndir eða ekki, sem sé það sem málið snúist um. „Það er mjög sérstakt að kerfið, þetta kerfi sem snýr af alvarlegum málum, er búið að fá fjölmörg tækifæri til að leiðrétta mistökin. Í staðinn eru mistökin varin fram í rauðan dauðann,“ sagði Ásthildur. „Ég gat ekki horft í augu við að þetta myndi enda svona. Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk.“ Réttlætið dýrt Ásthildur tók fram að um prinsippmál væri að ræða. Vissulega vildu þau hjón fá peningana til baka, en 75 prósent ástæðunnar fyrir því að þau haldi áfram í málaferlinu sé vegna prinsippsins. Árið 2021 var Ásthildur kjörin á þing fyrir Flokk fólksins. Hún sagði að þar sem hún væri búin að berjast í málinu hafi hún velt fyrir sér hvort mögulega myndi málið vekja meiri athygli ef hún sem þingmaður færi í mál. „Ef ég hefði enn verið kennari hefði ég ekki farið í þetta. Réttlæti á Íslandi er dýrt.“ Hafþór Ólafsson, eiginmaður Ásthildar, gaf líka skýrslu fyrir dómi og sagði málið hafa tekið mikið á þau. Þá gaf Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem gegnir nú hlutverki formanns samtakanna eftir að Ásthildur sagði sig úr stjórn þeirra eftir að hún tók sæti í ríkisstjórn, einnig skýrslu. Hann hjálpaði hjónunum við ýmsa útreikninga við vinnslu málsins. Ríkið tekur til varna Eva Halldórsdóttir, lögmaður íslenska ríkisins, sagði í málflutningi að ekki lægi fyrir í málinu að umræddir vextir væru fyrndir. Hún mótmælti að svo væri. Hún sagði málflutning hjónanna og lögmanns þeirra óreiðukenndan. Þá sagði hún að þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi ákveðið að taka málið ekki fyrir, þá hafi hann samt tekið afstöðu til þess og meðal annars sagt að niðurstaða Landsréttar væri ekki bersýnilega röng. Einnig talaði hún um að Ásthildur og Hafþór hafi keypt eignina aftur tveimur og hálfu ári eftir nauðungarsöluna, og þá á lágu verði. Þess má geta að í málflutningi sínum sögðu hjónin að ástæða þess væri meðal annars vegna þess að þau hefðu leigt eignina í millitíðinni og að tekið hefði verið tillit til þess. Þar að auki sagði Sævar Þór Jónasson, lögmaður þeirra, að í málum sem þessum eftir bankahrunið hefðu fyrri eigendur oft keypt eignir aftur á lægra verði. Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 eftir málflutning lögmanns ríkisins. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það en sýslumaður sagt að þau mættu éta það sem úti frýs, eins og Ásthildur orðaði það fyrir dómi. Áshildur sagði að sýslumanni hafi borið að taka á þessu á eigin frumkvæði, en hann ekki gert það. „Ég get alveg skilið að fólk geti gert mistök, en þegar það er bent á þau, þá get ég ekki séð annað en að þetta sé einbeittur brotavilji.“ Mikið fyrir venjulegt fólk Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hjónin fara í mál út af þessu máli, en fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Að sögn Ásthildar vildi Hæstiréttur ekki taka málið fyrir þar sem ekki var um verulega peningaupphæð að ræða. Fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar að mikilvægi þess hafi ekki verið nægjanlegt til að það yrði tekið fyrir. „Þetta voru samanlögð árslaun okkar hjóna. Þetta er mikið fyrir venjulegt fólk.“ Nú sé ljóst að peningurinn muni ekki fást aftur frá bankanum, en þau telja ljóst að ríkið hafi engu að síður brotið á sér. Þau hafi í raun aldrei fengið niðurstöðu dómstóla á því hvort vextirnir hafi verið fyrndir eða ekki, sem sé það sem málið snúist um. „Það er mjög sérstakt að kerfið, þetta kerfi sem snýr af alvarlegum málum, er búið að fá fjölmörg tækifæri til að leiðrétta mistökin. Í staðinn eru mistökin varin fram í rauðan dauðann,“ sagði Ásthildur. „Ég gat ekki horft í augu við að þetta myndi enda svona. Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk.“ Réttlætið dýrt Ásthildur tók fram að um prinsippmál væri að ræða. Vissulega vildu þau hjón fá peningana til baka, en 75 prósent ástæðunnar fyrir því að þau haldi áfram í málaferlinu sé vegna prinsippsins. Árið 2021 var Ásthildur kjörin á þing fyrir Flokk fólksins. Hún sagði að þar sem hún væri búin að berjast í málinu hafi hún velt fyrir sér hvort mögulega myndi málið vekja meiri athygli ef hún sem þingmaður færi í mál. „Ef ég hefði enn verið kennari hefði ég ekki farið í þetta. Réttlæti á Íslandi er dýrt.“ Hafþór Ólafsson, eiginmaður Ásthildar, gaf líka skýrslu fyrir dómi og sagði málið hafa tekið mikið á þau. Þá gaf Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem gegnir nú hlutverki formanns samtakanna eftir að Ásthildur sagði sig úr stjórn þeirra eftir að hún tók sæti í ríkisstjórn, einnig skýrslu. Hann hjálpaði hjónunum við ýmsa útreikninga við vinnslu málsins. Ríkið tekur til varna Eva Halldórsdóttir, lögmaður íslenska ríkisins, sagði í málflutningi að ekki lægi fyrir í málinu að umræddir vextir væru fyrndir. Hún mótmælti að svo væri. Hún sagði málflutning hjónanna og lögmanns þeirra óreiðukenndan. Þá sagði hún að þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi ákveðið að taka málið ekki fyrir, þá hafi hann samt tekið afstöðu til þess og meðal annars sagt að niðurstaða Landsréttar væri ekki bersýnilega röng. Einnig talaði hún um að Ásthildur og Hafþór hafi keypt eignina aftur tveimur og hálfu ári eftir nauðungarsöluna, og þá á lágu verði. Þess má geta að í málflutningi sínum sögðu hjónin að ástæða þess væri meðal annars vegna þess að þau hefðu leigt eignina í millitíðinni og að tekið hefði verið tillit til þess. Þar að auki sagði Sævar Þór Jónasson, lögmaður þeirra, að í málum sem þessum eftir bankahrunið hefðu fyrri eigendur oft keypt eignir aftur á lægra verði. Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 eftir málflutning lögmanns ríkisins.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira