Heilbrigðismál

Fréttamynd

Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar

Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er margs konar klúður“

Sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun lýstu yfir áhyggjum af stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini, að sögn nefndarformanns. Hún segir breytingar á þjónustunni klúður sem stefni heilsu kvenna í hættu. Þingmenn ráku í dag á eftir skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið.

Innlent
Fréttamynd

Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist

„Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði.

Lífið
Fréttamynd

Yfirbyggðir sjúkrasleðar hjá danska hernum á Grænlandi

Danski herinn á Grænlandi, Arktisk Kommando, hefur tekið þrjá sjúkrasleða til notkunar á afskekktum svæðum þessarar strjálbýlu nágrannaeyju Íslands. Sleðunum er ætlað að auka öryggi danskra hermanna, þar á meðal Síríus-sérsveitarinnar, en einnig vísindamanna og annarra á ferð um hrjóstrugar slóðir fjarri byggðum.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægt að börn og ungmenni þurfi ekki að bíða eftir ADHD greiningu

Talið er að allt að sjö prósent barna og ungmenna séu með athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt erlendum rannsóknum. Börn sem alast upp við erfiðar félagslegar aðstæður eru með erfiðari einkenni en þau sem búa við öryggi segir forseti sálfræðideildar HR. Birtingarmyndir séu ólíkar milli kynja og líklegt að stelpur fái síður greiningu.

Innlent
Fréttamynd

Velferð allra landsmanna

Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð.

Skoðun
Fréttamynd

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Læknafélags Íslands

Í útvarpsfréttum RÚV í gær, 30.apríl, kom fram að bæði Læknafélag Íslands og Ríkislögreglustjóri legðist gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um afglæpavæðingu vímuefna, sem nú er í ferli inni á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Veittu ekki við­unandi leið­beiningar vegna heim­sóknar­banns

Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina.

Innlent