Rekja eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum til mengunar Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 06:00 Kona heldur fyrir vit sér með vasaklút í mengunarþoku í Teheran, höfuðborg Írans. Ótímabær dauðsföll vegna mengunar eru flest í löndum þar sem þjóðartekjur eða lágar eða í meðallagi í heiminum. Vísir/EPA Léleg loftgæði, mengað vatn og eituefnamengun drepur fleiri jarðarbúa árlega en stríð, hryðjuverk, bílslys, malaría, fíkniefni og áfengi. Í nýrri rannsókn eru eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum rakin til mengunar. Alls létust níu milljónir manna af völdum mengunar í heiminum árið 2015 samkvæmt grein sem birtist í læknaritinu Lancet Planetary Health. Mengun sé stærsta umhverfisógnin hvað varðar sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Um 90% dauðsfallanna á sér stað í lág- og millitekjulöndum. Loftmengun er orsök meirihluta dauðsfallanna, alls 6,7 milljóna þeirra. Um 1,4 milljónir manna létust af völdum mengaðs vatns en blýmengun dró rúmlega milljón manna til dauða, að því er segir í frétt Washington Post. Fjöldi dauðsfalla af völdum mengunar hefur haldið meira eða minna óbreyttur undanfarin fimm ár en orsakirnar eru sagðar hafa breyst. Áður fyrr hafi flest dauðsföll vegna mengunar verið vegna lélegra loftgæða innandyra og á heimilum, fyrst og fremst vegna fíns svifryks frá eldstæðum innandyra. Eins hafi mengað vatn og óhreinsað skólp kostað milljónir mannslífa. Slíkum dauðsföllum hefur fækkað undanfarin ár þar mörg heimili á Indlandi og í Kína hafa skipt yfir í gas til eldamennsku. Á hinn bóginn hefur þeim sem látast af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti og blýeitrunar fjölgað um 66% á tveimur áratugum. Í greininni kemur fram að Bandaríkin og mörg Evrópulönd hafi dregið úr fjárhagslegu tapi sem tengist dauðsföllum af völdum mengunar með því að setja reglur um mengun og með því að færa iðnaðarframleiðslu til snauðari landa. Richard Fuller, aðalhöfundur greinarinnar, segir að dauðsföll vegna mengunar haldi áfram vegna þess hversu litla athygli þau fá. „Það er ekki mikil hneykslun vegna mengunar jafnvel þó að klárlega sé það gríðarlegt áhyggjuefni að níu milljóni manna deyi á einu ári,“ segir Fuller. Umhverfismál Loftslagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Alls létust níu milljónir manna af völdum mengunar í heiminum árið 2015 samkvæmt grein sem birtist í læknaritinu Lancet Planetary Health. Mengun sé stærsta umhverfisógnin hvað varðar sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Um 90% dauðsfallanna á sér stað í lág- og millitekjulöndum. Loftmengun er orsök meirihluta dauðsfallanna, alls 6,7 milljóna þeirra. Um 1,4 milljónir manna létust af völdum mengaðs vatns en blýmengun dró rúmlega milljón manna til dauða, að því er segir í frétt Washington Post. Fjöldi dauðsfalla af völdum mengunar hefur haldið meira eða minna óbreyttur undanfarin fimm ár en orsakirnar eru sagðar hafa breyst. Áður fyrr hafi flest dauðsföll vegna mengunar verið vegna lélegra loftgæða innandyra og á heimilum, fyrst og fremst vegna fíns svifryks frá eldstæðum innandyra. Eins hafi mengað vatn og óhreinsað skólp kostað milljónir mannslífa. Slíkum dauðsföllum hefur fækkað undanfarin ár þar mörg heimili á Indlandi og í Kína hafa skipt yfir í gas til eldamennsku. Á hinn bóginn hefur þeim sem látast af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti og blýeitrunar fjölgað um 66% á tveimur áratugum. Í greininni kemur fram að Bandaríkin og mörg Evrópulönd hafi dregið úr fjárhagslegu tapi sem tengist dauðsföllum af völdum mengunar með því að setja reglur um mengun og með því að færa iðnaðarframleiðslu til snauðari landa. Richard Fuller, aðalhöfundur greinarinnar, segir að dauðsföll vegna mengunar haldi áfram vegna þess hversu litla athygli þau fá. „Það er ekki mikil hneykslun vegna mengunar jafnvel þó að klárlega sé það gríðarlegt áhyggjuefni að níu milljóni manna deyi á einu ári,“ segir Fuller.
Umhverfismál Loftslagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira