Heilbrigðismál

Fréttamynd

Víða ó­gerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni

Bið eftir tímum hjá heimilis­læknum hefur sjaldan verið lengri á höfuð­borgar­svæðinu og eru sumar heilsu­gæslu­stöðvar hættar að taka við tíma­bókunum. Ó­bókuðum komum fólks á heilsu­gæsluna hefur fjölgað gríðar­lega milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum

Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi.

Erlent
Fréttamynd

Segjast ó­upp­lýstar á lífs­hættu­legum bið­lista

Trans konurnar Elín Ósk og Þórhildur Sara lýsa yfir mikilli óánægju vegna þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart trans konum. Þær segja lengd biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgerðum óásættanlega og stjórnvöld segi biðtímann mikið styttri en hann sé í raun. Lítið upplýsingaflæði segja þær vera á milli kerfisins og kvennanna. Biðin geti reynst trans konum lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Að­gengis­stétta­skipting í heil­brigðis­kerfinu

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um stöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Formaður Læknafélags Íslands hefur verið að taka út stöðuna á landsbyggðinni hvað varðar læknamönnun.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar!

Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út.

Skoðun
Fréttamynd

Semjið við hjúkrunarfræðinga

Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga.

Skoðun
Fréttamynd

Að mæla rétt

Mikilvægi þess að mæla rétt, raunverulega rétt, verður seint ofmetið en er kannski meira sums staðar annars staðar en hjá kaupmanninum. Hjá kaupmanninum getur spurningin snúist um krónur og aura en sums staðar annars staðar um heilsu, jafnvel um líf.

Skoðun
Fréttamynd

Er of miklu eytt í heilbrigðiskerfið? Mun það aldrei fá nóg?

Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­fólk spítalans rífist hvert við annað

Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags

Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 

Innlent
Fréttamynd

Skortur á læknum og staðan versnar hratt: „Þetta er mjög aðkallandi vandamál“

Framkvæmdastjórar lækninga á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi taka undir áhyggjur formanns læknafélagsins um að neyðarástand gæti skapast í heilbrigðiskerfinu. Mikill skortur sé á starfandi heimilislæknum og ljóst að staðan eigi aðeins eftir að versna. Bæta þurfi starfsumhverfi og kjör til að laða fólk að, ekki síst á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki náð að leysa út lyfseðla vegna bilunar

Margir hafa átt í erfiðleikum með að leysa út lyfseðla í dag vegna bilunar í tölvukerfi sem læknar nota til að senda frá sér rafræna lyfseðla. Bilunin kom upp hjá þjónustuaðila kerfisins seinnipart dags í dag og er unnið að viðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Læknar búast við neyðar­á­standi

Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir skrif­stofu­menn fyrir hvern klínískan starfs­mann

Formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, segir að fjórir til fimm skrifstofumenn hafi verið ráðnir á síðustu árum á móti einum klínískum starfsmanni. Hagræðingar á borð við fækkun starfsfólks á spítalanum komi mögulega til greina til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Domus Medica-húsið selt

Domus Medica-húsið hefur verið selt til fyrirtækisins Medicus ehf.. Fyrirtækið á Heilsugæsluna á Höfða og vonast stjórnarmaður eftir því að hægt verði að byggja upp heilbrigðisþjónustu í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Símatímar falla niður vegna manneklu

Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður.

Innlent
Fréttamynd

Hefur engar á­hyggjur af hunda­sjúk­dómi sem getur smitast í menn

Starfandi sótt­varna­læknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ó­lík­lega yfir í menn þó hún geti það vissu­lega. Hún hefur ekki á­hyggjur af stöðunni sem Mat­væla­stofnun hafi þegar náð vel utan um.

Innlent
Fréttamynd

Hug­­myndir Björns „full­kom­­lega ó­­raun­hæfar“

Þing­maður Sam­fylkingarinnar segir hug­myndir formanns stjórnar Land­spítala um að fækka starfs­fólki spítalans á stuðnings­sviðum í hag­ræðingar­skyni full­kom­lega ó­raun­hæfar. Stuðnings­fólkið létti undir með hjúkrunar­fræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar.

Innlent