Lá inni á spítala í viku með gat á vélinda: „Ég var bara hálfur út úr heiminum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 14:17 Gunnar Helgason og eiginkona hans, Björk Jakobsdóttir. Vísir/Einar Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason var hætt kominn er gat kom á vélinda hans eftir magaspeglun. Hann segist ekki hafa verið í lífshættu þrátt fyrir að atvikið hafi verið alvarlegt. Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira