Heilbrigðismál

Fréttamynd

Ætlar heil­brigðis­ráð­herra að lög­leiða kanna­bis?

Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans.

Skoðun
Fréttamynd

Er öldrunarhjúkrun gefandi?

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. 

Skoðun
Fréttamynd

Lét sauma bangsa úr fötum látins sonar síns

Tinna Björnsdóttir upplifði martröð allra foreldra í mars á seinasta ári þegar einkasonur hennar, Gabríel Dagur Hauksson lést af völdum ofskömmtunar, einungis tvítugur að aldri. Tinna hefur síðan þá lagt upp með að halda minningu sonar síns á lofti og vera opinská með allt það sem hún hefur gengið í gegnum í sorgarferlinu. 

Lífið
Fréttamynd

Goð­sögnin um að fara á­fram

Var og er enn kenning um að það eigi ekki að dvelja í huganum í fortíðinni. Það er ekki þannig, ekki það einfalt fyrir lífið. Enda er reynsla saga lífsins. Og oft tækifæri til að hugsa um það og gera sitt til að gera betur.

Skoðun
Fréttamynd

Alma Möller skellir sér í pólitíkina

Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­á­stand - úr­bætur strax

Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­kerfi á tíma­mótum

Heilbrigðiskerfið stendur nú á tímamótum. Skjólstæðingum þess mun fjölga verulega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flóknari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hefur fyrir lengi og verið margítrekuð án þess að farið hafi verið í samstillt átak til að mæta fyrirséðum vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Úti­lokar ekkert en mundar tuskuna gegn smjörklípunum

„Ég bíð við símann og fylgist með í gegnum dyrabjölluna heima,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Bjargs íbúðafélags, í léttum dúr þegar hann er inntur eftir því hvort hann vonist til að lenda á uppstilltum lista fyrir þingkosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd verða að leggja fram lausnir fyrir 1. apríl

Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Kjarasamningnum fylgdi samkomulag við stjórnvöld þar sem segir að stjórnvöld verði fyrir 1. apríl að leggja fram lausnir til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Verði það ekki gert getur Efling slitið samningi. 

Innlent
Fréttamynd

Bráða­mót­taka LSH

Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Hjálpar­tæki / heyrnar­tæki / samskiptastyrkur

Á undanförnum vikum og misserum hafa fréttir af stöðu ríkisstofnunnar Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands hljóðað uppá hversu illa sú stofnun sé fjármögnuð, ekki hlustað á óskir stjórnenda um breytingar, biðlistar lengjast, húsnæði of lítið og hentar alls ekki til að þjóna skjólstæðingum vel og líka það hve stofnunni sé þröngur stakk búin að fækka á biðlista og þar eftir götum. 

Skoðun
Fréttamynd

Ekki er allt gull sem glóir

Það var okkur ánægja og heiður þegar okkur var nýlega boðið að fjalla um áhrif einkavæðingar á heilbrigðisþjónustu í Eddu, Húsi íslenskra fræða.

Skoðun
Fréttamynd

Ellefu tímar sár­þjáður á bráða­mót­töku

Þingmaður Flokks fólksins lýsir þrautagöngu vinar síns og skjólstæðings, sem þurfti að bíða sárþjáður í sjö klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir neyðarástand blasa við í heilbrigðismálum.

Innlent
Fréttamynd

Berum brjóstin

Í þessum mánuði er bleikur október, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Því er viðeigandi að ræða brjóstakrabbamein og mikilvægi forvarna gegn því.

Skoðun
Fréttamynd

Einn af hverjum fimm

Allir geta fengið gigt. Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þolum ekki þetta á­stand mikið lengur“

Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. 

Innlent
Fréttamynd

Skýrist á mánu­dag hvort læknar fari í verk­fall

Næsta mánudag liggur fyrir hvort læknar muni grípa til aðgerða í kjaraviðræðum sínum. Læknar hafa verið samningslausnir frá mars og í viðræðum frá því um áramót. Samninganefndir funda næsta mánudag og telur félagið að eftir þann fund muni skýrast hvort samningar náist eða hvort félagið muni grípa til aðgerða. 

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót fyrir kvenheilsu

Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­saka tengsl sköpunar­gáfu og ADHD

Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki.

Innlent